Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Munu flugmiðar snarhækka?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Neytendasamtökin greindu frá því í á mánudaginn að verð á flugmiðum hjá WOW air og Icelandair til fjögurra algengra staða hefði hækkað að meðaltali um 35% eftir að tilkynnt var um fyrirhugaðan samruna félaganna í byrjun nóvember.

Líklega hefur fátt verið eins góð búbót fyrir Íslendinga og þegar flugfélagið Iceland Express hóf árið 2003 að bjóða upp á flug til London og Kaupmannahafnar í samkeppni við Icelandair. Með því snarlækkaði verð á flugmiðum til þessara áfangastaða. Icelandair var hins vegar dæmt árið 2007 til þess að greiða 192 milljónir króna í sekt fyrir að hafa misnotað sér markaðsráðandi stöðu sína. „Eftir að Iceland Express hóf áætlunarflug lækkaði Icelandair verð á viðskiptafargjöldum um allt að 41% á flugleiðinni milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar og 43% á flugleiðinni milli Keflavíkur og London,“ segir í umfjöllun um meinta misnotkun.

Þó verð á flugmiðum muni eitthvað breytast á næstunni verður þó að telja ólíklegt að Icelandair komist aftur í þá markaðsráðandi stöðu sem félagið var í áður en Iceland Express, forveri WOW air, kom inn á markaðinn.

Síðasta föstudag tilkynnti WOW air um uppsögn á 111 starfsmönnum og að flugvélum yrði fækkað úr 20 niður í 11. Síðar var tilkynnt um að Indigo Partners muni leggja 75 milljónir dollara, andvirði 9,3 milljarða króna, inn í WOW air. Kaupin eru háð ákveðnum skilyrðum. Indigo muni kaupa ótilgreindan fjölda hlutabréfa í WOW air auk þess sem bandaríska félagið leggur til fjármagn til að koma að endurreisn félagsins.

Hvernig mun rekstur WOW air breytast?

Líkt og Mannlíf hefur áður sagt frá hefur launakostnaður verið töluvert lægri hjá WOW air en Icelandair. Það sést vel í úttekt sem hagfræðideild Landsbankans gerði á félögunum tveimur. Þar kom fram að launakostnaður sem hlutfall af tekjum væri 19% hjá WOW air en 33% hjá Icelandair.

Áhugavert verður að sjá hvernig samkeppnisstaða WOW air og Icelandair verður á komandi ári. Mynd/Isavia

Með innkomu Indigo Partners sem hluthafa hjá WOW air má búast við því að félagið verði í töluvert betri stöðu til að veita Icelandair samkeppni. Þar mun miklu ráða hvernig verður samið um kjör við flugmenn og flugfreyjur WOW air. Er þar nefnt að starfsfólk verði ráðið í gegnum svokallaðar starfsmannaleigur. Spurningin er hins vegar hversu langan tíma fjárhagsleg og rekstrarleg endurskipulagning mun taka hjá WOW air. Vegna stærðar sinnar getur Indigo Partners líklega fært WOW air töluvert betri kjör á flestum aðföngum. Þá hefur verið nefnt að félagið muni einbeita sér að styttri flugleiðum.

- Auglýsing -

Einnig verður að teljast líklegt að Icelandair geri frekari breytingar á starfsemi sinni. Það sem Icelandair vantar líklega er hins vegar annað hvort nýr erlendur forstjóri eða erlendur hluthafi sem hefur alþjóðlega reynslu af flugrekstri. Ekki er hægt að segja að íslenskir lífeyrissjóðir sem eru stærstu hluthafar Icelandair búi yfir slíkri reynslu. Því þykir áhugavert að sjá hvernig samkeppnisstaða WOW air og Icelandair verður á komandi ári.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -