- Auglýsing -
Það er óhætt að segja að mynd sem Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóli Íslands, deilir á Facebook sé að slá í gegn.
Þar gerir hann góðlátlegt grín að áhrifavöldum og Instagram vikunnar á DV.
Líkt og frægt er orðið þá eru fáklæddar gellur áberandi í þeim reglulega lið. Eiríkur leikur þær eftir og skrifar: „Mitt framlag í dálkinn „Vikan á Instagram““.
Nú er bara spurning hvort honum verði hleypt þangað inn næsta mánudag.