Föstudagur 22. nóvember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Myndandið virðist sýna „aðila sem eru vísvitandi að meiða og pynta dýr“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Af myndbandinu að dæma að þá lítur út fyrir að þarna séu aðilar sem eru vísvitandi að meiða og pynta dýr“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir dýravelferðar hjá Matvælastofnun, MAST. „Þeir virðast gera sér grein fyrir að skaðinn sé líklegur til að draga dýrið til dauða.” Samkvæmt 21. grein í lögum um velferð dýra segir að aflífun dýra er ekki heimilt sem skemmtiatriði eða keppni.

Ábendingar hafa borist MAST vegna myndbands sem hefur farið sem eldur um sinu á Facebook í dag. Myndbandið sýnir mann skera sporðinn af hákarli og sleppa honum svo lausum. MAST fer með eftirlit vegna brota á lögum um velferð dýra.

Hefur verið sagt upp störfum

Gerandinn á myndbandinu hefur samkvæmt heimildum Mannlífs játað verknaðinn. Þá kemur fram í tilkynningu frá eiganda bátsins að mönnunum hafi verið sagt upp. „Við eigendur og útgerðaraðilar Bíldseyjar SH 65 hörmum og fordæmum þann óhugnanlega atburð sem kemur fram í myndbandi sem fylgir frétt DV í dag. Við höfum hingað til reynt að tileinka okkur góð vinnubrögð og ábyrga umgengni um auðlindina og lífríkið almennt. Þessi atburður er algjörlega óréttlætanlegur og þeir sem stóðu þarna að verki eiga sér engar málsbætur. Eigendur og útgerðaraðilar Bíldseyjar SH 65 eiga ekki annan kost en að hafna frekari vinnuframlagi manna sem sýna af sér slíka hegðun.“

„Þarna eru nokkur ákvæði laganna sem við teljum vera brotin, miðað við það sem við sjáum á þessu myndbandi. Fyrst og fremst [brotið á] 21 grein um aflífun. Þar kemur fram að dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti og forðast skal að valda dýrum óþarfa þjáningum og hræðslu” segir Þóra. „Það væri einnig 6 grein að það sé bannað að fara illa með dýr og mögulega 15 grein, að það er bannað að misbjóða dýrum.”

Geta átt von á milljónum í sekt

MAST skoða allar ábendingar sem koma inn. „Við höfum samband við þann grunaða og upplýsum hann um að það sé rökstuddur grunur um að hann hafi brotið lög um velferð dýra. Hann fær þá upplýst að hann hafi rétt til að svara ekki spurningum eða afhenda gögn” segir Þóra og bætir við; „Svo skoðum við málið eins og möguleiki er á. Þegar rannsókn hefur farið fram tökum við ákvörðun um hvort að málið sé fellt niður eða hvort við beitum stjórnvaldsekt.” Þá geta þeir einnig beint málinu áfram til lögreglu.

- Auglýsing -

„Ef við beitum stjórnvaldsekt þá getum við sektað fyrir upphæðir allt að einni milljón” segir Þóra. Þegar um hagnaðarbrot er að ræða getur sektin verið allt að 5 milljónir. „Ef við vísum málinu áfram til lögreglu, annað hvort til rannsóknar eða refsiábyrgðar að þá getur brotið varðað allt að einu ári í fangelsi.”

Ábendingum til MAST farið fjölgandi

„Við erum með á heimasíðu okkar ábendingarhnapp þar sem fólk getur sent tilkynningar ef að grunur liggur á að illa sé farið með dýr. Eða að aðbúnaður þeirra sé ekki nægilega góður.” Þóra nefnir að ábendingum hefur farið fjölgandi síðast liðin ár, þó fjöldi ábendinga viðist hafa náð jafnvægi síðustu tvö árin. MAST fær um 500 tilkynningar á ári.

- Auglýsing -

„Allar ábendingar eru skoðaðar en vissulega geta verið margar ábendingar um einn atburð“ segir Þóra. „Sérstaklega ef að atburðurinn vekur óhug og dreifist víða eins og er klassískt í svona tilfellum. Þá fáum við oft margar ábendingar. Það eru ekki allar ábendingar sem hafa við rök að styðjast. Sumar ábendingar byggja á misskilningi” segir Þóra.

Spurningar hafa vaknað varðandi tegund hákarlsins. Samkvæmt upplýsingum MAST frá Hafrannsóknarstofnun eru þessir hákarlar ekki friðaðir, en þó upplýsa þeir að á lista IUCN sé talið sé að stofnin sé nálægt hættumörkum. Þóra segist ekki vita um hvaða tegund sé að ræða og beinir sérfræðispurningum til Hafrannsóknarstofnunar. „Við erum búin að upplýsa Hafrannsóknarstofnun um atburðinn og  bíðum eftir upplýsingum frá þeim,” segir hún.

Annar mannanna, Halldór Gústaf Guðmundsson, deildi myndbandinu af sér og félaga sínum misþyrma hákarlinum í gær en myndbandið er ekki sýnilegt á vegg hans lengur. „Það er stundum að einstaka aðilar finni hjá sér einhverja þörf að hreykja sér að einhverjum verknaði sem að þeir hafa framkvæmt.“ Þóra getur ekki getið sér um ástæður sem liggja að baki slíkri þörf. Það hjálpi stofnuninni þó við rannsókn þegar slíkt gerist.

https://www.facebook.com/christelyr/videos/10156051422365940/

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -