Föstudagur 10. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Myndar gömul kærustupör

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Dóra Dúna Sighvatsdóttir.

Athafnakonan Dóra Dúna Sighvatsdóttir vinnur að ljósmyndasýningu um fráskilin pör.

„Mér hefur alltaf fundist sorglegt að fólki skuli elska einhvern, annaðhvort til lengri eða skemmri tíma og svo deyi sú ást og gleymist einhvern veginn bara. Þess vegna er ég að þessu. Til að heiðra ástina sem var,“ segir athafnakonan Dóra Dúna Sighvatsdóttir, þegar hún er spurð út í hugmyndina á bak við umrætt verkefni.
Dóra segist hafa rennt algörlega blint í sjóinn þegar hún fór þess á leit við fólk að taka þátt í því, en hún hafi bæði sett sig beint í samband við nokkur fyrrverandi pör sem hún vissi að hefðu skilið í góðu og síðan auglýst eftir þátttakendum á samfélagsmiðlum. „Ég hafði ekki hugmynd hvernig þessu yrði tekið, “ viðurkennir hún. „Bjóst allt eins við að verða gagnrýnd og þess vegna kom mér satt best að segja skemmtilega á óvart hvað viðtökurnar hafa verið góðar. Ég hef reyndar fengið nokkur afdráttarlaus nei. Sumir sem ég hafði samband við treystu sér ekki út í þetta, skiljanlega þar sem það eru auðvitað alls konar tilfinningar með í spilinu eftir að fólk hættir saman. En í heildina hefur fólk verið mjög jákvætt.“

„Auðvitað getur andrúmsloftið stundum verið svolítið rafmagnað þar sem sumir hafa kannski ekki hist eða talast við í mörg ár þegar þeir mæta í myndatöku.“

Rafmagnað andrúmsloft
Til marks um góðar viðtökur segist Dóra hafa myndað fimmtán fyrrverandi pör, alls konar pör, fólk með langa sögu að baki, fólk með stutta sögu, yngri pör og eldri, þekkt pör og óþekkt. Ólík pör sem eigi þó öll sameiginlegt að hafa einhvern tímann verið ástfangin upp fyrir haus. „Það hefur verið mjög gaman hingað til. Auðvitað getur andrúmsloftið stundum verið svolítið rafmagnað þar sem sumir hafa kannski ekki hist eða talast við í mörg ár þegar þeir mæta í myndatöku. En það eru mómentin sem ég vil mynda, þessar fyrstu mínútur sem fólk hittist. Áður en því gefst tími til að stilla sér upp. Á meðan allar varnir liggja niðri. Það er svo mikil einlægni í þeim augnablikum,“ segir hún og segir fallegt þegar fólk sem t.d. á börn saman biður um eintök handa ungviðinu eða þegar fólk sem er svolítið stressað í upphafi faðmast í lokin.

Á meðal þeirra sem hafa setið fyrir hjá Dóru Dúnu eru Hugleikur Dagsson og Hera Harðardóttir.

Dóra hefur hingað til helst verið þekkt sem athafnakona. Hún stóð til dæmis á bak við vinsæla bari eins og Jolene og The Log Lady í Kaupmannahöfn. Þýðir þetta þá að hún sé að skipta um starfsvettvang? „Ég var orðin svolítið leið á barbransanum,“ svarar hún hreinskilin. „Hef hins vegar alltaf haft áhuga á ljósmyndun og ákvað því að byrja í Ljósmyndaskólanum, er þar á fyrsta ári og þetta er fyrsta verkefnið mitt. Nú hlakka ég til að halda áfram í þessum frábæra skóla, því mér finnst ég vera algjörlega á réttri hillu.“

Auglýsingin sem Dóra setti á samfélagsmiðla:
„REMEMBER WHEN YOU LOVED ME“
Ég er að leita að fyrrverandi kærustupörum, hjónum eða elskendum á ÖLLUM aldri til þess að taka þátt í ljósmyndaverkefni sem ég er að vinna að.
Einu skilyrðin eru þau að þið verðið að hafa eitt sinn verið ástfangin.
Hvernig sem ykkar samband er í dag.
Fallegt, erfitt, skrítið eða lítið þá væri ég til í að heyra í ykkur!

Aðalmynd: Dóra Takefusa og Örn Tönsberg hafa líka mætt á sett. Alls er Dóra búin að mynda 15 pör en stefnan er að ná 100 pörum á mynd.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -