Grunsamlegur pakki var sendur á veitingahús sem er í eigu Roberts de Niro í morgun. Lögreglan var fengin í að fjarlægja pakkann og rannsaka hann. Meðfylgjandi er myndband af aðgerðum lögreglu.
Lögreglan í New York hefur grunsamlegan pakka til rannsóknar. Pakkinn var sendur á veitingahúsið Tribeca Grill í New York sem er í eigu leikarans Roberts de Niro. Óttast er að pakkinn innihaldi sprengju en undanfarið hafa sprengjuefni verið send nokkrum gagnrýnendum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Robert de Niro hefur verið óhræddur við að gagnrýna forsetann opinberlega.
Þess má geta að pakkinn var sendur á veitingastaðinn snemma í morgun og var staðurinn þá mannlaus.
Meðfylgjandi er myndband sem sýnir sérfræðinga á vegum lögreglunnar í New York keyra með pakkann grunsamlega í gegnum borgina. Myndbandið er birt á YouTube-síðu The Guardian.
Sjá nánar: Swift bætist í fjölmennn hóp þeirra sem Trump hefur móðgað