The Guardian telur verk Ragnars Kjartanssonar besta listaverk 21. aldarinnar.
Verkið The Visitors eftir Ragnar Kjartansson rataði í fyrsta sæti á lista breska miðilsins The Guardian yfir bestu listaverk 21. aldarinnar. Listinn samanstendur af 25 verkum.
„Þetta er eitt myndbandsverk sýnt á níu skjám, níu kvikmyndir sem allar eru af mismunandi tónlistarmönnum, teknar upp á sama tíma í sama húsi,“ sagði Ragnar í um verkið í samtali við Morgunblaðið árið 2013.
Þess má geta að Ragnar og fleiri leika lag í verkinu við texta eftir listakonuna Ásdísi Sif Gunnarsdóttur. Tómas Örn Tómasson kvikmyndatökumaður sá um tökur í verkinu.
Listann í heild sinni má sjá hérna.