Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Myndi kaupa Dverg og rífa hann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Síðast en ekki síst …

„Ég myndi kaupa Dverg og rífa hann,“ svaraði hafnfirskur vegfarandi þegar hann var spurður hvað hann myndi gera ef hann yrði bæjarstjóri í einn dag. Óskiljanlegt rugl hugsuðu flestir nema Hafnfirðingar sem þekktu allir stórhýsi trésmiðjunnar Dvergs sem þótti til stakrar óprýði. Og viti menn, í dag er ruglið orðið að veruleika. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar keypti Dverg og er búin að rífa hann.

Það gleður fátt eins og það að vera sannspár eða hafa verið fyrstur með góða hugmynd. Sérstaklega hafi hugdettan þótt út úr kú á sínum tíma, „förum til tunglsins“, „gröfum göng undir Hvalfjörðinn“, „blöndum malti við appelsín“, allt frábærar hugmyndir, ekki satt? Það sem vill gleymast við slíka upptalningu er að það eru ekki allar hugmyndir jafngóðar jafnvel þótt þær séu á skjön og hljómi út í hött.

Ég gæti til dæmis látið mér detta í hug að það væri sniðugt að rífa Esjuna og mala í möl til útflutnings. Ég er viss um að ég gæti fengið jarðfræðing til þess að reikna út rúmmál fjallsins, flett upp gjaldskrá skipafélaga og gúgglað síðan heildsöluverði á möl á helstu mörkuðum. Þetta myndi passa vel í rekstraráætlun, myndi sennilega auka hagvöxt og bæta viðskiptajöfnuð við útlönd.

En það er samt ömurleg hugmynd og væri fáránlegt að hleypa henni í framkvæmd. Alveg eins og það var ömurleg hugmynd að gefa kvótann, rugl að leyfa erlendum auðkýfingum að kaupa upp firði til að virkja afskekkta fossa og sum framlög okkar til Eurovision hefðu alveg mátt sitja heima. Það er undarlegt að leyfa einum manni að veiða hvali í hrópandi andstöðu við tíðaranda og almenningsálit og eiginlega ekkert nema óskiljanlegt að drepa síðasta geirfuglinn viljandi. Við Íslendingar erum góðir að fá hugmyndir, oft skrýtnar og framsæknar. En við mættum vera duglegri að gera greinarmun á góðri hugmynd og rugli.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -