Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-6.8 C
Reykjavik

Næsti tunglmyrkvi verður í janúar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sævar Helgi Bragason sendir frá sér bókina Svarthol: Hvað gerist ef ég dett ofan í? fyrir jólin en hún er hugsuð fyrir vísindaáhugafólk frá níu ára aldri.

„Ég veit að yngri lesendur njóta bókarinnar einnig með mömmu og pabba,“ segir Sævar sem hefur marga starfstitla; kennari, dagskrárgerðarmaður og rithöfundur sem segist umfram allt vera fræðari.

„Þetta er vísindabók á íslensku um ótrúlega heillandi viðfangsefni eins og þyngdarkraftinn og tímann en bæði þessi fyrirbæri tengjast órjúfanlegum böndum í svartholum. Ég hef fengið að heyra það frá börnum og fullorðnum að bókin sé auðskiljanleg, fyndin, fróðleg og mjög skemmtileg og er auðvitað hjartanlega sammála því.“

Áhugi Sævars á geimnum kviknaði þegar hann var lítill og horfði heillaður upp í stjörnubjartan himin.

„Ég hef alltaf verið einstaklega forvitinn og langað til að vita allt um náttúruna, sér í lagi himingeiminn. Svo fékk ég að kíkja á Satúrnus í gegnum sjónauka hjá föðurbróður mínum og eftir það var ekki aftur snúið. Mér finnst heimurinn svo ótrúlega áhugaverður og hef einhverja óseðjandi þörf fyrir að segja öðrum frá því. Ég lenti bara óvart í því að fræða börn um þessi mál en það má kannski segja að stjörnufræðingurinn Carl Sagan hafi verið þar stærsti áhrifavaldurinn. En það er líka bara svo hrikalega skemmtilegt að sjá undrun kvikna í andlitum barna yfir því hvað heimurinn er fallegur og merkilegur.“

Mér finnst heimurinn svo ótrúlega áhugaverður og hef einhverja óseðjandi þörf fyrir að segja öðrum frá því.

Það magnaðasta sem Sævar hefur upplifað varðandi geiminn til þessa er almyrkvi á sólu.

„Það er stórkostlegasta sýn sem hægt er að sjá í náttúrunni á jörðinni. Fæ enn gæsahúð bara af því að hugsa um það. Við sjáum almyrkva frá Íslandi næst miðvikudaginn 12. ágúst 2026 og ég get ekki beðið,“ segir hann spenntur.

- Auglýsing -

„En vonandi á ég eftir að upplifa það magnaðasta, sem væri að sjá plánetuna okkar utan úr geimnum. Ég held að ekkert sé fegurra en jörðin, sem við erum því miður að fara allt of illa með.“

Snemma á næsta ári, aðfaranótt 21. janúar, verður tunglmyrkvi en þá verður tunglið rauðleitt á himninum þegar Jörðin varpar á það skugganum sínum.

„Ég hvet alla til að vera alltaf forvitnir og hætta aldrei að spyrja af hverju. Að lokum óska ég þess að allir eigi gleðilega umhverfisvæna hátíð, þar sem við afþökkum óþarfa, minnkum matarsóun, endurvinnum, endurnotum og endurnýtum og hugsum vel um hvert annað og plánetuna Jörð, eina heimilið sem við eigum í þessum risastóra alheimi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -