Stjórnvöld hafa boðað til blaðamannafundar í Þjóðmenningarhúsinu í hádeginu í dag. Þar verða næstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar kynntar.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynna næstu aðgerðir og munu svara spurningum blaðamanna.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir verður einnig á fundinum. Hann greindi frá því í viðtali við Rás 1 og 2 í morgun að enginn upplýsingafundur almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra verður haldinn í dag klukkan 14.00 líkt og áður.