Maðurinn sem fórst í eldsvoðanum á Tenerife hét Haraldur Logi Hrafnkelsson, fæddur þann 23.ágúst 1972.
Mannlíf fjallaði fyrst um málið í gærkvöldi en samkvæmt heimildum erlendra miðla fannst Haraldur í bifreið í bílskúr við heimili sitt.
Haraldur hafði verið búsettur á Tenerife stóran hlut úr árinu með eiginkonu sinni, Drífu Björk Linnet Kristjánsdóttur og fjórum börnum.
Morgunblaðið nafngreindi hinn látna nú í morgun.
Einlægt viðtal við Harald birtist í Mannlífi á síðasta ári þar sem hann sagði meðal annars frá flutningunum og nýjum rekstri. Fjölskyldan hafði lengi ferðast til Tenerife í frí en árið 2018 ákváðu þau að taka þar hús á langtímaleigu og eiga þar annað heimili. Hjónin opnuðu nýverið kokteilbar á eyjunni en höfðu þau rekið heildsöluna Reykjavik Warehouse og ferðaþjónustu í Hraunborgum í Grímsnesi.