Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Nafn mannsins sem lést í Rauðagerði: Var íslenskur, elskaður, átti konu og barn og von á öðru

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aftaka var framin við Rauðagerði um miðnætti á laugardag. Ungur maður á fertugsaldri var tekinn af lífi á hrottalegan og kaldrifjaðan hátt. Hinn myrti var Íslendingur, Armando Beqiri, sem á ættir að rekja til Albaníu. Hann settist hér að annan jóladag árið 2014, lærði tungumálið, kynntist konu og giftist, eignaðist barn og átti von á öðru kríli í fangið örfáum mánuðum síðar, eiginmaður, faðir og fyrirtækjaeigandi í Gerðunum. Unnusta hans er nú gengin 24 vikur.

Armando virtist hafa komið ár sinni vel fyrir borð og hann kunni íslensku. Stoltur kaus hann svo í fyrsta sinn á lífsleiðinni er hann stakk kjörseðli í kassann í þingkosningum hér á landi. Armando var líka harður stuðningsmaður íslenska landsliðsins.

Morðið við Rauðagerði

Skömmu fyrir miðnætti lagði Armando bíl sínum inn í bílskúr og á sömu stundu og hann var að ganga að útidyrunum er talið að bíl hafi verið ekið framhjá húsinu og þaðan hafi hverju byssuskotinu á fætur öðru verið hleypt af. Samkvæmt heimildum Mannlífs hæfðu kúlurnar Armando í bak, háls og höfuð en aðrar misstu marks. Á vettvangi fannst Armando liggjandi í blóði sínu og var reynt endurlífgun og hann fluttur á spítala.

Armando komst aldrei til meðvitundar og var hann úrskurðaður látinn á Landspítalanum stuttu eftir komu þangað.

Armando við Barnafossa

Lithái um fertugt situr í gæsluvarðhaldi og talið að hannn lægi undir grun um að hafa framið skelfilegan glæp. Þá var greint frá að lýst væri eftir Íslending og í nótt voru þrír teknir höndum í sumarbústað og flutt til Reykjavíkur. Ekki kemur fram hvort þau séu vitni í málinu eða grunuð um aðild.

Saumaklúbbar og flökkusögur í undirheimunum

Íslenska þjóðin er slegin vegna málsins og þá hefur aftakan valdið miklum skjálfta í undirheimunum og þar á bæ vita sumir ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Dæmi eru um að sumir tengdir undirheimunum, menn sem kalla ekki allt ömmu sína, hafi yfirgefið höfuðborgina og ætli að dvelja í sumarbústöðum í sveitinni þar til öldur róast og tekist hefur að varpa ljósi á málið. Líklegasta atburðarásin í þessum skelfilega harmleik virðist hafa týnst og lent undir ótal flökkusögum sem ganga ljósum logum í undirheimum Reykjavíkur. Saumaklúbbar finnast nefnilega líka neðanjarðar og á meðan telja sumir sem tengjast þessari myrku veröld að gæfulegra sé að halda sig í vari í sveitinni.

- Auglýsing -

Óralangt er síðan að nokkuð þessu líkt átti sér stað í örglæpaveröld íslenskra krimma, eflaust er engan samanburð að finna, að myrða mann í íbúðargötu og tæma hvert skot úr skammbyssunni á mann sem nánast stendur í útidyrunum heima. Slíkt minnir helst á heimildarmyndir um mafíur víða um veröld eða söguþráð kvikmyndar.

Til Íslands á jólunum

Málið er allt hið sorglegasta, Armando átti 15 mánaða dreng. Unnusta hans ber barn undir belti og á von á sér eftir nokkra mánuði.

Armando var albanskur að uppruna og var fyrst talað um að einn útlendingur hefði skotið annan. Það er ekki svo einfalt. Armando kom til Grikklands haustið 2012. Rétt rúmum tveimur árum síðar, á annan í jólum, lendir hann á Íslandi. Tók hann strax ástfóstri við land og þjóð. Á samfélagsmiðlum segist Armando tala þrjú tungumál, albönsku, grísku og ensku. Samkvæmt heimildum Mannlífs var hann fljótur að ná tökum á einu erfiðasta máli veraldar, íslensku. Þá segja heimildarmenn Mannlífs að hann hafi verið vel liðinn af mörgum.

- Auglýsing -

Kynnist konu og tekur ástfóstri við landið

Árið 2015 kynntist Armando konunni sinni og eignuðust þau son fyrir ekki margt löngu og áttu von á öðru barni, er hann féll frá. Í fréttum var talað um harmleik milli tveggja erlendra manna. Í einni frétt RÚV segir að hvorugur mannanna var íslenskur. Það er rangt! Sá sem situr í varðhaldi er frá Litháen.

Sannleikurinn er nefnilega sá, líkt og nefnt er hér að ofan að maðurinn er íslenskur. Einn stærsti dagurinn í hans lífi var þegar Armando var veittur ríkisborgararéttur. Þá var hann montinn með sig, sem von er. Armando fylltist stolti að kjósa í fyrsta sinn á ævinni og hafði áhrif á þingkosningarnar ásamt öðrum Íslendingum.

Til merkis um ást hans á Íslandi, þá var Armando gallharður stuðningsmaður Íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Fylgdi hann liðinu til Rússlands á heimsmeistaramótið og stoltið leynir sér ekki á einni myndinni þar sem Armando er í íslensku landsliðstreyjunni.

Nágrannar

Það vekur athygli að nágrannar urðu ekki varir við neitt, sem bendir til að hljóðdeyfir hafi verið á skammbyssunni. Enginn nágrannanna heyrði skothvelli en í samtali við DV sögðu þeir lítil samskipti hafa átt við parið sem festi kaup á íbúðinni í Rauðagerði fyrir rúmu ári og hófu strax framkvæmdir og bætti parið við aukaíbúð á efri hæð. Einn nágranna sagði í samtali við DV:

„Alls konar umgangur í  kringum skúrinn, menn að koma og fara og eitthvað svoleiðis.“

Maðurinn tók þó fram að ekkert ónæði hafi fylgt þessu og þekkti nágranninn ekki fólkið, aðeins í sjón.

Heimildir Mannlífs herma að lögreglan skoðar nú hvort morðið tengist uppgjöri í undirheimunum en hvort málið taki síðan aðra stefnu á eftir að koma í ljós. Margeir Sveinsson hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að ef svo er raunin sé komin upp alvarleg staða. Ekki er vitað hvort byssan sé fundin eða af hvaða tegund hún er. Þá svarar lögregla ekki hvort vitni hafi verið nærri er morðið var framið. Margeir gat þó staðfest að upptökur úr myndavélum hefðu verið teknar til athugunar.

Það er mikið talað um að hún tengist uppgjöri í undirheimunum. Er það líklegt?

„Það er bara eitt af því sem við erum að skoða og ég get ekkert sagt til um það.“

Skotvopn oft í fréttum

|
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mynd / Aldís Pálsdóttir

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að ef um sé að ræða uppgjör í undirheimunum sé það verulegt áhyggjuefni. Hún kveðst hafa orðið var við aukna hörku í undirheimunum. Þá var Áslaug spurð hvort stæði til að lögregluþjónar fengju að vopnbúast.

„Það hefur verið eitt aðalsmerki íslensku lögreglunnar að við almenn löggæslustörf sé hún ekki búin vopnum en aftur á móti er mjög mikilvægt að hafa hér hóp sem er okkar sérsveit til að takast á við þessi atvik þar sem eru vopnaðir einstaklinga.“ Á síðustu vikum hafa verið áberandi fréttir þar sem skotvopn koma við sögu og skynjar hún áhyggjur Íslendinga vegna þessa:

„ Það auðvitað skapar ótta og það þarf að bregðast við þeim ótta enda þurfa lögreglumennirnir okkar að vera til þess búnir og færir til að geta brugðist við og tryggt öryggi almennings.“

Alvarleg skilaboð

Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sagði í kvöldfréttum RÚV að mögulegt væri að árásin tengdist uppgjöri í undirheimunum. Hann gæti þó alls ekki fullyrt neitt um slíkt. Karl Steinar sagði:

„Sé það hins vegar staðan, að við séum að tala um eitthvað slíkt, þá eru það mjög alvarleg skilaboð og þá verðum við að horfa aðeins til Norðurlandanna þar sem slíkt hefur verið til staðar. Þannig að ég held að við verðum að skoða það mjög vandlega ef að það verður það sem kemur á daginn.“

Vinamargur fyrirtækjaeigandi

Tekið skal fram að ekki er ætlun Mannlífs að setja geislabaug á nokkurn er tengist þessum sorglega og ömurlega harmleik við Rauðagerði eða draga upp myrkari hlið af þeim sem eru til umfjöllunar. Það er hins vegar staðreynd að ungur faðir sem var í metum hjá mörgum var myrtur á hrottafenginn hátt og eftir situr fjölskylda í sárum

Nokkrir heimildarmanna Mannlífs bera Armando vel söguna. Hann hafi verið reglusamur og vart sést á honum vín. Þá er Armando sagður vinamargur og í fjölmennum vinahópi er nú stórt skarð sem aldrei verði fylgt.

Armando var einn eiganda fyrirtækis sem sérhæfði sig í öryggisgæslu og dyravörslu. Ekki verður fullyrt um það í þessari umfjöllun en fyrirtækið hefur að sögn heimildarmanna, vaxið hratt og gengið vel.

Óvinir eða óvildarmenn húsbóndans í Rauðagerði eru sagðir fáir, jafnvel taldir á fingrum annarrar handar. Hvort það sé rétt kemur í ljós síðar. Fréttablaðið hefur haldið fram að fjölskyldumaðurinn í Rauðagerði og litháinn sem situr í gæsluvarðhaldi tengist báðir áhrifamönnum í íslenskum undirheimum.

Hefði fagnað á morgun

Veröld Íslendinga gæti breyst til frambúðar, til hins verra og fælist í að lögregla teldi rétt að ganga með skammbyssur. Undirheimarnir myndu þá vígbúast líka og einn daginn yrði Íslendingur fyrir byssukúlu.

Í vinnugallanum

Unnusta hefur misst ástina sína. Tvo ung börn, annað ófætt, fá aldrei að kynnast föður sínum. Þjóðin upplifir öryggisleysi sem er hjóm eitt miðað við það sem aðstandendur unga fjölskylduföðurins munu ganga í gegnum næstu vikur, mánuði og ár.

Armando sem lést við Rauðagerði fyrir utan hús sitt var ungur.

Á morgun eða á næstu dögum mun án efa koma fram upplýsingar sem varpa ljósi á atburðarásina. Morðingi munu svara til saka.

Það væri viðeigandi að málið leystist þann 16. febrúar. Hvers vegna? Jú, í dag er fæðingurdagir Armando.

Í dag á hann afmæli.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -