- Auglýsing -
Maðurinn sem féll fram af klettum við smölun í Vestmannaeyjum í gær hét Ólafur Friðrik Guðjónsson. Slysið varð þegar Ólafur var að smala fé á Ystakletti. Ólafur var fæddur 1951. Guðjón Ólafsson, somur hins látna., minnist föður síns í færslu á Facebook.
„Pabbi elskaði sjóinn og úteyjalífið og hann fékk að kveðja þar. En það er sárt að kveðja svo skyndilega. Blessuð sé minning pabba,“ skrifar Guðjón.
Hann lætur eftir sig eiginkonu og fimm uppkomin börn.
Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir.