Lögreglunni barst tilkynning klukkan ellefu í gærkvöld um hópslagsmál unglinga í Kópavogi. Þegar lögregla mætti á vettvang var þar ekkert að sjá.
Nokkrar tilkynningar bárust vegna ungmenna að skjóta upp flugeldum en uppátækið olli nágrönnum ónæði.
Þá voru eignaspjöll í miðbæ Reykjavíkur og Hlíðum. Óvíst er hver var að verki í Hlíðum en vitað er um geranda í miðbæ en báðir skemmdavargar brutu rúður.
Ökumaður var stöðvaður af lögreglu klukkan hálf tvö í nótt. Sá reyndist án ökuréttinda og var látinn laus að lokinni skýrslutöku.
Einn gisti fangaklefa lögreglu vegna ölvunar.