Litlu mátti muna að illa færi þegar kviknaði í úrt frá olíu á eldavél í fjölbýlishúsi. Dökkur reykur gaus upp. Snarráður íbúi kom með slökkvitæki og náði að fyrirbyggja stórtjón áður en lögregla og slökkvilið komu á vettvang. í Tilkynnt um dökkan reyk í heimahúsi þar sem kviknað hafði í olíu á eldavél.
Innbrotsþjófur var á ferð í verslun á svæði Hafnafjarðarlögreglunnar. Málið í rannsókn.
Ökumaður handtekinn í austurborginni, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Mál hans ert komið í hefðbundið ferli. Annar slíkur var gripinn á svæði Hafnarfjarðarlögreglunnar, grunaður um a’ð valda háska í umferðinni með þvi að aka undir áhrifum fíkniefna og lyfja. Hann var látinn laus úr haldi lögreglu að sýnatöku lokinni. Þriðji ökumaðurinn var handtekinn. Sá er grunaður um ölvunarakstur. Hann verður látinn sæta ábyrgð.
Ökumaður var kærður fyrir að aka bifreið án gildra ökuréttinda í annað sinn.