Einu tíðindi næturinnar eru þau að lögreglan greip inn í og stöðvaði það að þjóðfána Íslands var flaggað klukkan hálf þrjú í nótt. Fáninn var haldlagður vegna málsins en óljóst er um refsingu þess sem ábyrgð ber á lögbrotinu.
Lögregla brá skjótt við og fór á vettvang í Hlíðunum eftir að tilkynning barst um nakinn mann, síðdegis í gær.Laganna verðir gripu í tómt og einungis fullkætt fólk á ferli. Sá nakti var horfinn þegar þá bar að garði. Óvelkominn maður var á þvælingi í stigahúsi í Skerjafirði um svipað leyti.
Frá því segir í dagbók lögreglunnar að „erlendur ökumaður“ var stöðvaður í akstri. Sá reyndist hafa fíkniefni til sölu í bifreið sinni. Hann var læstur inni fangageymslu.
Í austurborginni bar það til tíðinda að stolið var veski og buxum.
Skemmdarvargur og þjófur var handtekinn í miðborginni.
Tilkynnt var um ungmenni með byssur í miðborginni. Raunin var sú að að þarna voru krakkar bófaleik.
Óvelkominn aðili var inni í verslun í Breiðholtin. Honum var vísað út af lögreglu.
Tilkynnt var um slagsmál í Breiðholti. Meintir slagsmálahundar voru horfnir þegar lögreglan birtist.
Lögreglan kom til aðstoðar manni sem var steinsofandi undir berum himni í Grafarvogi. Hann var vakinn og honum hjálpað á fætur og til sjálfsbjargar.
Í fjörunni í Grafarvogi sást til mannaferða sem þóttu grunsamlegar. Lögreglan mætti og komst að raun um að þarna var fólk að týna skeljar til átu. Svæðið er friðlýst og óljóst með afleiðingar fyrir skeljafólkið.