Maður nokkur missti stjórn á siðsemi sinni og reif sig úr fötunum í austurborg Reykjavíkur. Sá nakti hóg síðan að hrista sig og skaka sér á almannafæri. Lögreglan kom og tók hann úr umferð. S´anakti fékk tiltal frá varðstjóra en var síðan hleypt, fullkæddum út í nóttina.
Brotist var inn í geymslur á sama svæði. Eigendur voru að heiman. Þjófurinn hafði á brott með sér reiðhjól.
Í miðborg Reykjavíkur voru menn í þeim háskaleik að sveifla loftbyssum og hleypa af skotum. Athæfi þeirra var stöðvað en óljóst með viðurlög.
Tilkynnt um skemmdarverk í Garðabæ. Skemmdarvargar brutu nokkrar rúður. Þeir fundust ekki, þrátt fyrir leit.
Tilkynnt um fjársvik í Kópavogi. Einstaklingur lét sig hafa það að stinga af frá leigubifreið án þess að greiða fyrir fargjaldið. Svikahrappurinn fannst og má eiga von á kæru vegna málsins.