Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-9.2 C
Reykjavik

Namibíumenn geta ekki krafist framsals Samherjamanna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Til þess að namibísk yfirvöld geti krafist framsals stjórnenda hjá Samherja sem tengjast mútumálinu í Namibíu þurfa að vera gildandi um það samningar milli landanna. Aðspurður segir Ólafur Þór Hauksson hérðassaksóknari þá samninga ekki til staðar. „Nei, það held ég ekki. Í öllum tilvikum þegar fram kemur beiðni um framsal þarf alltaf að vísa til einhverra heimilda. Til þess að framsal sé inni í myndinni þurfa að vera einhvers konar samningar eða skuldbindingar þarna á milli landa,“ segir Ólafur Þór.

Hann bendir á að rannsókn geti breyst og stækkað eftir því sem henni vindur fram. Hvort rannsóknin á meintum mútum Samherjamanna hafi leitt meira í ljós segist hann ekki geta svarað því, hvorki af né á. „Því miður hafa hlutir dregist á langinn og COVID-19 hefur óneitanlega sett strik í reikninginn. Við erum með undir í þessu máli, töluvert mikið gagnamagn og það er tímafrekt að fara yfir þetta allt. Hvað það er nákvæmlega get ég ekki upplýst um. Ég get ekkert annað en verið passífur þótt það sé vissulega erfitt stundum að vera í þeirri stöðu.“

„Ég veit ekkert um þessa réttarbeiðni og mun ekki tjá mig um það.“

Samherji hefur gefið út að namibísk yfirvöld hafi ekki sett sig í samband við fyrirtækið í tengslum við rannsóknina eða mögulegar handtökur sem boðaðar hafa verið. Þá hefur fyrirtækið einnig bent á að ekki sé í gildi tvíhliða samkomulag milli landanna sem heimili aðgerðir Namibíumanna gagnvart íslenskum fyrirtækjum eða einstaklingum.

Í samtali við Mannlíf segist Þorsteinn Már hafa það þokkalegt en hann vilji lítið tjá sig um gang mála. Aðspurður segist hann ekkert hafa heyrt í neinum varðandi rannsókn Namibíumannanna og viðurkennir að hann viti ekkert um réttarbeiðnina sem þaðan hefur borist. Þegar hann er inntur eftir því hvort hann sé alveg rólegur gagnvart rannsókninni segir hann svo vera. „Ég er alveg rólegur, já. Ég veit ekkert um þessa réttarbeiðni og mun ekki tjá mig um það. Ég hef sem sagt ekki heyrt í neinum og hef ekki miklu við það að bæta. Ég mun tjá mig um þetta mál fyrr en seinna,“ segir Þorsteinn Már.

Lestu um málið í Mannlífi. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -