Föstudagur 10. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Nammilandsfarar brjáluðust á meðan bresk blaðakona naut lífsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lokun sælgætisbara í verslunum Hagkaups varð til þess að stjórnlaus reiði greip um sig meðal Nammilandsfara í vikunni. Á meðan skemmti blaðakonan Chloé Pantazi sér konunglega á Íslandi.

Góð vika – Chloé Pantazi
Margir hafa upplifað skrítna daga eftir að kórónuveiran skæða skaut upp kollinum á Íslandi og settar voru reglur um samkomubann, en í tilfelli bresku blaðakonunnar Chloé Pantazi sem kom hingað í langþráð frí á dögunum virðist þetta hafa gert ferðina eftirminnilegri. Á vefsíðu Insider, þar sem Pantazi starfar, lýsir hún m.a. hvernig Airbnb-gestgjafi bauð henni stærri íbúð fyrir sama verð, þar sem gestur hafði afbókað, og hvernig hún og vinkona hennar nutu þess að heimsækja hverja náttúruperluna á fætur annarri í algjörum friði, blessunarlega lausar við ötraðir, tafir, læti og kaós sem eru einkennandi fyrir staðina undir venjulegum kringumstæðum. Engin truflun við Geysi eða í Bláa lóninu þar sem stöllurnar nutu þess að hafa lónið nánast út af fyrir sig. Meira að segja heimferðin reyndist óvenjulega þægileg, sú hljóðlátasta sem Pantazi segist hafa farið í, enda flugvélin nánast tóm. Fríið ógleymanlegt.

Slæm vika – Nammilandsfarar
Óhætt er að segja að áhrif langvarandi samkomubanns séu nú farin að koma í ljós. Þótt flestir reyni eftir bestu getu að hlíta fyrirmælum yfirvalda með bros á vör og sýna samstöðu og náungakærleik, þá hafa skertar flugsamgöngur, heimaklippingar, endalaus innivera og ótakmarkaðar gæðastundir með fjölskyldunni reynt á þolrif margra. Það sannaðist vel í vikunni þegar lokun sælgætisbara í verslunum Hagkaups varð til þess að stjórnlaus reiði greip um sig meðal Nammilandsfara sem höfðu ætlað að bjarga geðheilsunni með heimsókn á barinn. Eftir frestun á EM og fordæmalausa aflýsingu á Eurovision var eins og eitthvað brysti skyndilega innra með fólki þegar Nammilandi var lokað, fyrr en til stóð, og sælgæti á 70 prósent afslætti var fjarlægt úr hillunum. Framkvæmdastjóri búðanna viðurkenndi að viðskiptavinir hefðu brjálast og reyndi að verja ákvörðunina en fólk er eyðilagt. „Guð minn góður höfum við ekki gengið í gegnum nóg,“ skrifaði örvilnaður Twitter-notandi. Já, lokunin er reiðarslag fyrir marga.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -