Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

„Nei, ég verð að geta dansað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jóna Elísabet Ottesen hefur verið lömuð eftir bílslys í tæpa ellefu mánuði og allan tímann dvalið á heilbrigðisstofnunum. Hún bíður nú eftir því að komast heim þegar aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins lýkur, segist vera að læra að sætta sig við aðstæðurnar en vissulega hafi hún farið í gegnum dimma dali og erfið tímabil á leiðinni að þeirri sátt.

Þegar ég spyr Jónu hvort hún sé bitur yfir aðstæðum sínum tekur hún sér góðan tíma til að hugsa sig um áður en hún svarar. „Ég er alls ekki bitur,“ segir hún. „Ég er búin að fara í gegnum það ferli að hugsa ef, ef ef og allt það. Örugglega mun taka langan tíma að sætta sig við þetta, þetta er það mikil breyting og erfiðast hefur verið að horfast í augu við móðurhlutverkið í þessum breyttu aðstæðum. Allt frá því að hugsa um hvort ég geti greitt á Uglu hárið aftur, knúsað hana fast eða hoppað með henni um fjöll og firnindi eins og við vorum vanar að gera.

Fjallað er um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Það allra erfiðasta var samt kannski þegar ég áttaði mig á því hver staðan er, það er erfitt að vera í þessari stöðu og þurfa að biðja um aðstoð við allar athafnir; að fá sér kaffisopa, farða sig, setja símann sinn í hleðslu og svo framvegis. Fyrir manneskju eins og mig, sem hefur alltaf verið mjög sjálfstæð, er þetta mjög stór þáttur í því hvað manni finnst erfitt að vera í endurhæfingu. Sömuleiðis að þurfa alltaf að vera að biðja fólkið sitt um að hjálpa sér og horfa fram á að þetta sé það sem ég muni alltaf þurfa á að halda. Ég þarf að vera duglegri við að æfa mig í því að biðja um hjálp. Ég hef alltaf verið mjög virk líkamlega, haft gaman af því að dansa og hreyfa mig, hef eiginlega stundum dansað mig í gegnum lífið. Ein fyrsta hugsunin eftir að ég gerði mér grein fyrir hversu mikill skaðinn er var: nei, ég verð að geta dansað! Ég veit að ég mun ekki geta dansað eins og ég gerði en nú er ég að finna út úr því hvernig ég get dansað öðruvísi, þótt það sé kannski bara í huganum. Í þessu ferli þá snýst biturleikinn samt kannski aðallega um að sjá eftir því að hafa ekki notið ýmissa hluta áður en ég slasaðist. Af hverju var ég að velta mér upp úr einhverjum hlutum sem eru svo ómerkilegir eða svo einfaldir þegar maður horfir til baka. Af hverju er maður að flækja fyrir sér lífið og nýtur ekki betur hvers dags sem maður fær? Það er svo margt sem maður ætlar alltaf að gera seinna. Ég bý hins vegar svo vel að eiga svo jákvæðan mann að hann hefur alveg náð mér úr þessum biturleikahugsunum og segir bara að við eigum eftir að njóta þess sem við gerum enn þá betur núna og rækta garðinn okkar enn betur. Og þó svo að við getum ekki eignast annað barn þá eigum við þessa yndislegu dóttur sem er algjört kraftaverk. Það er númer eitt, tvö og þrjú að minna sig á það kraftaverk að maður sé á lífi og þó að ég geti ekki dansað eða hoppað eða verið sú sem ég var þá þarf maður að læra að sjá fegurðina í öðrum hlutum.“

Lestu viðtalið í heild sinni í Mannlíf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -