Föstudagur 15. nóvember, 2024
2.7 C
Reykjavik

Neistinn kviknaði í lyftuferð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðalheiður E. Ásmundsdóttir og Rúnar Gregory Muccio sem hafa fengist við áhugaljósmyndun um árabil opnuðu ljósmyndasýningu með blakmyndum í Smáralind 30. ágúst.

Á þeim degi voru nákvæmlega fjögur ár síðan þau hittust fyrir tilviljun í lyftunni í Perlunni. „Við vorum, hvort í sínu lagi, á leiðinni í kaffihitting á vegum Fókus, félags áhugaljósmyndara, þegar við lentum saman í lyftunni. Þar kviknaði strax einhver neisti á milli okkar sem hefur ekki slokknað síðan,“ segir þau og fagna þessum tímamótum með ljósmyndasýningunni HK blak – Gleði.

„Ljósmyndasýningin er einstök sinnar tegundar þar sem þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem haldin er sérstök ljósmyndasýning þar sem eingöngu eru myndir af íþróttafólki sem spilar blak. Blakíþróttin á sér ekki langa sögu á Íslandi og hefur verið stunduð hér í nokkra áratugi. Tilgangur sýningarinar er meðal annars að sýna hvernig hægt er að tvinna saman menningu og íþróttir í hinu listræna formi ljósmyndar, að kynna þá gleði sem ríkir í blakíþróttinni og jafnframt að sýna bæjarbúum, gestum og gangandi hversu magnað íþróttafólkið er sem stundar blak í HK,“ segja þau en ljósmyndasýningin samanstendur af myndum af leikmönnum HK í meistaraflokki karla og kvenna í blaki. Litirnir rauður og hvítur eru allsráðandi í myndunum ásamt bæði brosandi og einbeittu íþróttafólki.

Ljósmyndasýningin er á fyrstu hæð í Smáralindinni fyrir framan Lyfju og Zöru og stendur til 4. september.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -