Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-6.2 C
Reykjavik

Nemendur óttaslegnir: „Háskólanemar í sóttkví í jólafríinu og fá ekki að hitta ættingja “

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margir nemendur við Háskóla Íslands eru verulega uggandi yfir fyrirkomulagi prófa í desember. Margir þeirra líta svo á að þar sé stórslys í uppsiglingu. Í það minnsta ef marka má stemminguna á samfélagsmiðlum.

Einn nemandi, Álfur Birkir, hefur tekið saman gögn úr prófatöflu á Uglu, innraneti skólans, og birtir á Twitter. Þar verður ekki betur séð en HÍ ætli að boða ríflega þúsund nemendur í skólann þann 11. desember. Þó háskólinn sé stór hlýtur það að vera varhugavert. Færsla Álfs hefur vakið athygli en þar segir hann:

„Nú virðist Háskóli Íslands ætla að smella saman tæplega 1.700 nemendum í próf þann 11. desember. Þessi ákvörðun var tekin þegar það voru 10 manna samkomutakmarkanir við lýði. Þetta er svo mikið kjaftæði að ég trúi bara ekki að við séum að takast á við þetta núna.“

Nemendur taka illa í þetta og skrifar ein námskona til að mynda: „Langar bara eyða orku í námið en ekki að berjast fyrir þessu, sem ætti ekki að þurfa.“ Önnur sér fram á skólinn steli jólunum af nemendum. „Ef ég mæti í lokapróf á staðnum og manneskjan á næsta borði er með Covid þarf ég þá að fara í sóttkví yfir jólin ef ég verð svo heppin að smitast ekki? Stendur valið raunverulega á milli þess að vera útsett fyrir smiti vs að klára ekki einingar?,“ spyr hún.

Jóna Þ. Pétursdóttir , sem stundar nám við lögfræði við skólann, segir háskólann sýna nemendum vanvirðingu með þessu háttalagi. „Jæja fyrst það verða fullt af staðprófum og nemendur munu hópast saman í HÍ en 75% stúdenta vilja heimapróf og 78% hafa miklar áhyggjur af því að smitast, er ekki augljóst að HÍ þurfi að grípa til viðbótarsóttvarnarráðstafana í staðprófahaldi? Tel þetta eðlilega spurningu. Btw hversu skrýtið að halda því til streitu að halda staðpróf í lokaprófhaldi í desember, korter í jól og áramót? Svona fyrir utan hvað það er gjörsamlega verið að hunsa vilja stúdenta þá væri ekki óraunhæf tímalína: hópsmit út frá prófahaldi og jól og/eða áramót verða off?,“ spyr hún.

- Auglýsing -

Hún segist hafa gífurlegar áhyggjur af þessu. „Guð minn GÓÐUR ég hef svo miklar áhyggjur af þessu í heild sinni. Finn til með öllum samnemendum mínum í áhættuhópi eða þá sem eru nákomnir einstaklingum í áhættuhópi og eru þvingaðir til að mæta á staðinn í þessari lokaprófa törn,“ segir hún.

Ein bætir við það: „Æði þegar allir háskólanemar enda í sóttkví í jólafríinu eftir prófin, fá ekki að hitta ættingja og geta ekki heldur unnið fyrir komandi önn“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -