Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Nemendur sektaðir eftir að hafa verið sviptir úrræðum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, er brjálaður yfir framkomu borgarinnar í garð fátækra námsmanna. Hann telur það óboðlegt hversu bílastæðum við námsmannaíbúðir í Grafarholti hefur verið fækkað og því þurfi nemendur að leggja bifreiðum sínum ólöglega. Það nýti svo hið opinbera sér með bílastæðasektum.

„Forkastanleg framkoma við íbúa borgarinnar. Bílastæðum íbúa í námsmannaíbúðakjarna hverfisins hefur verið fækkað um allt að 70 prósent. Það hefði verið hægur vandi að bjóða upp á annað úrræði en það var ekki gert,“ segir Baldur í færslu á Facebook um málið.

Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi MIðflokksins. Mynd / Facebook

Í stað þess að bjóða uppá fleiri bílastæði fyrir námsmennina eru þeir þvingaðir til að leggja ólöglega segir Baldur. Í kjölfarið mæti svo fulltrúar hins opinbera og skilja eftir sektarmiða á öllum bílunum.  „Slíkum ,,glaðning“ mega námsmenn ekki við. Hér kveður við kunnulegan tón: Engar lausnir, bara vandamál. Það er eitt að ætla sér að þétta byggð, en svona gerir maður ekki. Námsmenn hljóta að njóta sömu mannréttina og aðrir. Að svipta þá úrræðum og sekta svo er hneisa,“ segir Baldur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -