Föstudagur 27. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Netverslanir blómstra á meðan aðdáendur Eurovision gráta sig í svefn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áhrif kórónaveirunnar eru alls konar.

 

Góð vika – netverslanir

Í samkomubanni og sóttkví blómstrar netverslun sem aldrei fyrr og salan rýkur upp úr öllu valdi hvort sem um er að ræða matvöruverslanir eða verslanir með annan varning. Mælingar liggja ekki fyrir en nokkuð ljóst að salan hefur aukist gríðarlega ef marka má fréttir af öngþveiti hjá Amazon, uppsveiflu í rafbókasölu og áður óþekktan fjölda viðskiptavina vefverslana með kynlífsleikföng.

Þeir söluaðilar sem ekki bjóða viðskiptavinum upp á að versla í gegnum Netið hljóta að naga sig í handarbökin á meðan þeir sem selja í gegnum Netið nudda saman höndunum með dollaramerki í augunum þar sem fyrirséð er að næstu vikur munu enn auka viðskiptin.

Slæm vika – aðdáendur Eurovision

Af öllum þeim áföllum sem kórónuveiran hefur haft í för með sér er fátt sem gengið hefur eins nærri þjóðinni og það að Eurovision-keppninni skyldi vera aflýst í vikunni. Ramakvein og harmagrátur hafa fyllt Twitter og Facebook og aðdáendur keppninnar líkja aflýsingu hennar við það að jólunum hefði verið aflýst.

- Auglýsing -

Ekki gerir það aflýsinguna léttbærari að Íslendingar eygðu von um sigur í fyrsta sinn með framlagi Daða og Gagnamagnsins sem sennilega áttu enn verri viku en aðdáendur keppninnar. Eini ljósi punkturinn er að nú mun aldrei koma í ljós hvort sigurvonin var raunsæ eða ekki og við getum haldið áfram að fullvissa okkur um að í þetta sinn hefðum við sko örugglega unnið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -