Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Netverslun með grænmeti færist í aukana. Lífrænt í forgrunni.

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Að minnsta kosti þrír aðilar hér á landi starfrækja Netverslun með Grænmeti. Það eru Bændur í Bænum, Móðir Jörð og Austurlands Food Coop.

Athygli vekur að allir einbeita þeir sér nær eingöngu að lífrænt vottuðu grænmeti enda er lífræn ræktun orðin mjög útbreidd víðast hvar í Evrópu.

Austurlands Food Co byrjaði sem samfélagslegt verkefni á Seyðisfirði fyrir fáum árum síðan. Á bak við fyrirtækið standa Jonathan Moto Bisagni og Ida Feltendal ásamt þéttum hópi vina. Jonathan segir að lítið úrval af fersku grænmeti í verslunum á Austurlandi hafi rekið þau út í að hefja reksturinn, sem svo sannarlega hefur undið upp á sig.

Viðskiptavinir geta nú pantað grænmetiskassa á nýrri heimasíðu foodcoop.is og valið um að fá sent heim að dyrum eða sækja í dreifingarmiðstöð nærri heimili sínu. Kassinn er 8 til 10 kíló, kostar 8.500 krónur, og inniheldur blöndu af fersku og sérlega litríku grænmeti og ávöxtum.

„Grænmetið er 90-95% lífrænt ræktað og kemur frá Ítalíu, Spáni, Frakklandi og Hollandi, í gegnum Danmörku. Fyrst um sinn kom grænmetið með Norrænu til Seyðisfjarðar frá Danmörku en þegar Covid skall á hætti ferjan að sigla um tíma og þá tókum við upp á að sigla með það til Reykjavíkur,“ segir Jonathan og bætir við að Fjarðarheiði hafi oft á tíðum reynst rekstrinum fjötur um fót á veturna.

Austurands Food Coop er mikið í mun að sinna dreifðari byggðum landsins þar sem lítið úrval er af fersku grænmeti í verslunum, en jafnframt eru þau með víðtæka dreifingu á höfuðborgarsvæðinu. „Ef við værum bara í þessu fyrir peninga þá myndum við eingöngu sinna höfuðborgarsvæðinu, segir Jonathan.

- Auglýsing -

„Við keyrum sjálf grænmeti norður til Siglufjarðar og suður á Djúpavog. Svo erum við með starfsstöð í Reykjavík sem sinnir allt frá Vestmannaeyjum til Vestfjarða“, segir Jonathan en með dreifikerfi sínu ná þau að dekka allt landð.

Jonathan og félagar eru í góðu samstarfi við nokkra íslenska framleiðendur við að koma sínum vörum á framfæri. Jafnframt eiga þau í góðu samstarfi við aðra Netverslun, Bændur í Bænum. „Bændur í bænum eru algjörir frumkvöðlar í þessari starfsemi og við erum í góðu samstarfi við þau. Þórður og Karólína eru sannkallaðir guðforeldrar lífrænnar verslunar hér á landi og við reynum að sameina krafta okkar,“ segir Jonathan.

Grænmetiskassi
Girnilegur grænmetiskassi frá Austurlands Food Coop

Bændur í bænum hafa um langt skeið boðið upp á vikulega áskriftarkassa sem notið hafa mikilla vinsælda. Hægt er að velja milli fjögurra mismunandi kassa og mismunandi stærðir fyrir hvern kassa. Afgreiðsla fer fram á miðvikudögum og eru kassarnir afgreiddir á sérvalda afhendingarstaði eða sendir hvert á land sem er. Hægt er að velja um nokkrar tegundir af grænmetis- og ávaxtakössum og er verðið frá 4.490 til 6.990 krónum.

- Auglýsing -

 

Vallanes
Eymundur og Eygló á Vallnesi

Móðir jörð á Fljótsdalshéraði er meðal öflugustu ræktenda á lífrænu grænmeti hér á landi. Eygló Björk Ólafsdóttir og Eymundur Magnússon, bændur á Vallanesi, eru líklega hvað þekktust fyrir ræktun á lífrænu bankabyggi en jafnfram rækta þau og nýta um 100 tegundir af plöntum og státa af breiðri vörulínu af eigin framleiðslu. Netverslun Móður jarðar er í smíðum en þangað til hún lítur dagsins ljós er hægt að panta í gegnum tölvupóstinn [email protected] og fá sent heim eftir samkomulagi.

„Við höfum boðið upp á þá þjónustu í nokkur ár að fólk getur pantað grænmetiskassa úr okkar uppskeru, umbúðalaust. Fyrst um sinn þjónustuðum við eingöngu íbúa Austurlands en höfum nú framlengt okkar dreifingu til höfuðborgarsvæðisins,“ segir Eygló sem meðal annars notar innanlandsflugið við dreifingu á pöntunum og getur fólk þá sótt á Reykjavíkurflugvöll.

Um er að ræða allt að 5 kílóa kassa sem kosta 3.500 krónur beint af bónda en 5.000 krónur lentur í Reykjavík. „Grænmetiskassarnir endurspegla breiðara úrval en við höfum boðið upp á í verslunum, allt upp í æt blóm og grasker,“ segir Eygló og bætir við að fjöldi fólks leggi jafnframt leið sína í Asparhúsið á Vallanesi til þess að sækja sitt grænmeti. Í kortunum hjá Móður Jörð er að opna nýja heimasíðu með Netverslun á grænmeti.

Grænmeti
Uppskera á Vallanesi

SPE

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -