Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Neyð rekur íslenskar konur í vændi. Gífurleg eftirspurn í Covid-faraldri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stígamót hafi fundið fyrir auknu vændi íslenskra kvenna í Covid faraldrinum. ,,Okkar konur segja að áreitið sé talsvert meira frá kaupendum vændis í kjölfar Covid. Margar fá lágmarksframfærslu í gegnum örorku, félagsþjónustu eða atvinnuleysisbætur. Sú upphæð nægir ekki til þess að framfleyta þeim og þá verður vændi neyðarúrræði” segir Anna Bentína Hermansen  ráðgjafi hjá Stígamótum, ,, Atvinnuleysi hafi aldrei mælst hærra og mörg hinna glötuðu starfa eru hefðbundin kvennastörf.

Endalaus eftirspurn

,,Erlendu konur í vændi sem koma iðulega tímabundið til  landsins hafa eðlilega ekki verið að koma og vændiseftirspurnin hefur færst  til íslenskra kvenna. Eftirspurnin virðist vera gríðarleg. Við höfum talað við konur sem hafa komið sér út úr vændi en verða fyrir stöðugu áreiti fyrrum vændiskaupenda.”

Forsaga kynferðisofbeldis algeng

Anna Bentína segir þær konur sem leiti til Stígamóta vegna vændis eiga margt sameiginlegt. ,,Margar þessar konur sem grípa til þess ráðs að fara út í vændi hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi sem hefur gríðarleg áhrif á sjálfsmat þeirra og sjálfsálit og þær fara í þetta af neyð.´´

Anna Bentína Hermansen

,,Þegar þær verða fyrir kynferðisofbeldi missa þær eignaréttin yfir eigin líkama, mörkin þeirra eru brotin og virðing þeirra fyrir eigin líkama er oft löskuð” segir Anna Bentína. ,,Annar stór þáttur er fátækt og félagsleg staða. Yfirleitt eru það ekki vel stæðar, menntaðar konur sem dettur skyndilega í hug að stunda vændi af því að þær hafa svo gaman af kynlífi. Konurnar í vændi eru þær jaðarsettu, sem sjá fáa aðra möguleika að sjá fyrir sér nema með þessari leið.”

- Auglýsing -

Margar lifa ekki af

,,Afleiðingar þeirra kvenna sem hafa verið í vændi eru gríðarlegar, oft margfaldar samanborið við aðrar tegundir kynferðisofbeldis. Áfallastreita er algeng og hjá konum sem hafa verið  í vændi hafa yfir 70% upplifað sjálfsvígshugsanir. Margar þeirra lifa þetta ekki af.´´

,,Þessar konur eru laskaðar bæði á sál og líkama þegar þær koma til okkar. Bæði er mikið líkamlegt álag að stunda vændi og sumir karlmenn sem kaupi aðgang að líkama kvenna telji það ,,rétt” sinn fullnægja eigin fantasíum á þeim. Þeir ganga oft lengra en samið var um og fara oft verulega illa  með þær.”

- Auglýsing -

Anna Bentína segir að sé aldrei, undir nokkrum kringumstæðum, rétt að kaupa aðgengi að líkama kvenna. ,,Því miður hefur þeirri skoðun um að vændi sé ,,val” og ekkert öðruvísi en önnur viðskiptasambönd, vaxið ásmegin. Sumir nota orðið ,,kynlífsvinna” en vændi alltaf kynferðisofbeldi, sama hvað reynt er að réttlæta það.”

Vændi er ekki val

Önnu Bentínu finnst því miður finnst ganga of hægt að koma þessum skilaboðum á framfæri. ,,Þarna erum við á sama stað gangvart brotaþolum vændis og við vorum gagnvart brotaþolum nauðganna fyrir ekki svo löngu síðan. Við gerðum brotaþolann ábyrgan. Nú gerum við það með því að segja að þær velji þetta og geti sjálfum sér um kennt. Þetta rómaða ,,val” skilyrðist af fortíð þeirra, stöðu og fátækt. Það er mikilvægt að við verndum þá sem eru í viðkvæmustu stöðunni í samfélagi okkar í stað þess að níðast á þeim með því að réttlæta kaup á líkömum þeirra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -