Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Neyðarástand framundan vegna Covid 19: „Það er ekki í boði að hengja haus og vera fúll“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að núverandi bylgja kórónuveirusmita sé sú stærsta til þessa í faraldrinum. Einnig að neyðarástand muni skapast á sjúkrahúsum haldi núverandi fjöldi daglegra smita áfram. Ástandið sé orðið mjög slæmt.

Undanfarna tvo daga hafa vel yfir 300 manns greinst með veiruna, en á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis, sem boðað var til vegna hertra sóttvarnaaðgerða í dag, sagði áðurnefndur Þórólfur að þeir smituðu væru um dreifðir um allt Ísland, en hins vegar væru þeir flestir á höfuðborgarsvæðinu. Einnig að komið hefðu upp hópsýkingar sem tengjast karókístöðum sem og kórastarfi.

Þórólfur sagði einnig stöðuna á Landspítala og á sjúkrahúsinu á Akureyri afar þunga og ef sami fjöldi smita heldur áfram skapist neyðarástand þar mjög fljótlega.

Yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Víðir Reynisson, sagði smitrakningu vera þunga vegna fjölda smitaðra og að það kæmi klarlega niður á þjónustinni, enda hafi þurft að vísa fólki frá farsóttarhúsum sem ætti að vera í sóttkví.

Eins og staðan er nú stefnir augljóslega í að fjöldi þeirra sem þarf að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19 verði mjög fljótlega meiri en heilbrigðiskerfið ræður við.

Þórólfur og Víðir lögðu þunga áherslu á samstöðu um sóttvarnaaðgerðir. Heilbrigðisráðherra tilkynnti að fimm hundruð manna samkomutakmarkanir tækju gildi í næstu viku og grímuskylda strax.

- Auglýsing -

Víðir var ekkert að fara í grafgötur með hvernig ástandið væri og að það þyrfti að taka á því:

„Það er ekki í boði að hengja haus og vera fúll,“ sagði hann.

Þórólfur biðlaði til þeirra sem hafa talað niður sóttvarnaaðgerðir að standa með yfirvöldum í því verkefni að kveða niður bylgjuna í viðráðanlegan fjölda, og forða þannig alvarlegum heilsufarslegum afleiðingum fyrir þjóðina.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -