Lögreglan greinir frá því í tilkynningu að það hafi verið reynt að tilkynnna brunan í Torfastað til Neyðarlínunar. Honum var því næst gefið samband við lögregluna en sá sem hringdi segir hins vegar að það hafi hringt út hjá henni.
Líkamsleifar mannsins, sem er talinn maður á fertugsaldri, fundust um helgina í rústum húsbíls í landi Torfastaða í Grafningi í Árnessýslu. Lögreglan óskar eftir aðstoð almenning við rannsókn málsins. Hún vill vita um mannaferðir á umræddu svæði síðastliðið föstudagskvöld.
Tilkynning lögreglunnar
Við rannsókn á bruna í húsbíl í landi Torfastaða í Grafningi hefur komið fram að um kl. 23:30 föstudaginn 9. október var tilkynnt til Neyðarlínu um eld sem gæti mögulega verið í bíl eða húsi og tiltekið í tilkynningunni að eldurinn væri í landi Torfastaða. Tilkynnanda var gefið samband frá Neyðarlínu til fjarskiptamiðstöðvar lögreglu en þar virðist, að hans sögn, hafa hringt út.
Fleiri hafa haft samband við lögreglu með upplýsingar um málið og þökkum við fyrir þær. Í ljósi þeirrar tímasetningar á brunanum sem nú liggur fyrir óskum við sérstaklega eftir að heyra frá þeim sem voru á ferðinni í Grafningi og þar í grennd á tímabilinu frá því um kl. 22:00 og fram að miðnætti á föstudagskvöldinu s.l. Tilkynnandi sá sem hringdi í Neyðarlínu talaði sérstaklega um mögulega umferð ökutækis við brunavettvanginn þegar eldurinn var hvað mestur og óskar lögreglan eftir því að fá upplýsingar frá þeim sem þar hefur mögulega verið á ferðinni. Upplýsingum má koma til lögreglu í síma 444-2000, á facebook eða í tölvupósti á netfangið [email protected]