Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Neyðarlög sett í Bretlandi – lögreglunni heimilt að beita valdi til að reka fólk inn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ný neyðarlög bresku ríkisstjórnarinnar vegna kórónaveirufaraldursins voru kynnt í Bretlandi í dag. Samkvæmt þeim er lögreglunni falið að sjá til þess að fólk virði útgöngubannið sem sett var á mánudag og gefa lögin lögreglumönnum heimild til að beita valdi „innan hóflegra marka“ til að sjá til þess að þeir sem brjóta gegn útgöngubanninu snúi aftur til síns heima.

Ríkisstjórnin segir lögin eiga að tryggja það að foreldrar sjái til þess að börn þeirra virði útgöngubannið en sé það ekki virt er lögreglunni heimilt að sekta þá sem úti eru um 30 pund og sektin hækkar upp í 60 pund sé hún ekki greidd innan 14 daga.

Þeir sem gómaðir eru við að hunsa útgöngubannið í annað sinn verða sektaðir um 120 pund og eiga það á hættu að vera lögsóttir.

Í lögunum er lögreglunni, eins og áður sagði, einnig gefin heimild til að beita valdi til að fá villuráfandi útgöngubannsbrjóta til að hlýða fyrirmælum, en hversu mikið vald liggur innan „hóflegra marka“ er ekki tilgreint. Í kynningu innanríkisráðuneytisins á nýju lögunum kom fram að sá sem bryti gegn útgöngubanninu væri að brjóta lög og því væri lögreglunni heimilt að handtaka viðkomandi ef hann hlýddi ekki vinsamlegum tilmælum um að koma sér í hús.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -