Eigandi CenterHótela, Kristófer Oliversson, greinir frá því í samtali við Morgnblaðið að fimm af sjö hótelum keðjunnar verði lokað. Gríðarlegar afbókanir vegna útbreiðslu COVID-19 hafa sett strik í reikninginn að sögn Kristófer.
Hann segir að starfsfólk gestamóttöku hafi verið fært upp í sérstaka bókunardeild til að taka á móti afbókunum. „Þetta er að deyja út næstu vikurnar,“ segir Kristófer.
Páll L. Sigurjónsson, forstjóri KEA-hótela, er einnig að horfa fram á erfiða tíma. Félagið hefur lokað Hótel Apóteki tímabundið vegna fækkunar ferðamanna.
Stjórnarformaður Íslandshótela, Ólafur Torfason, segir koma til greina að loka einhverjum hótelum keðjunnar.