Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Neytandi vikunnar – Tekur bensín einu sinni í mánuði og gengur þegar tankurinn tæmist

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Neytandi vikunnar er Hulda Ásgeirsdóttir. Hún er 57 ára og er ein í heimili á veturna. Á sumrin eru tveir í heimili. Hulda er öryrki og býr í eigin húsnæði.

 

 Hve miklu eyðir þú í mat og aðrar rekstrarvörur heimilisins á mánuði og hvar verslar þú helst ?

„Ég hugsa mikið um að spara við mig og versla mest í Bónus.  Netto er líka staður sem ég fer á ef mig vantar eitthvað sérstakt.   Í hverjum mánuði versla ég minnst fyrir 65.000 krónur í heimilisvörur.  Ég sneiði hjá öllum sætindum og óþarfa.“

 

Hvað með sparnað í matarinnkaupum ?

- Auglýsing -

„Ég kaupi talsvert af vörum sem eru komnar á afslátt vegna síðasta söludags og munar mikið um það.  Ég skoða tilboð og fylgist með að það sé sama verð á hillu og við kassa. einnig tek ég alltaf strimilinn og fer yfir þegar heim kemur. Ég vil benda á að ég nota ýmis ráð við að passa upp á eyðsluna.  Ég tek bensín á bílinn einu sinni í mánuði og það verður að endast allan mánuðinn.  Ef að ég þarf að keyra sérstaklega mikið þá verð ég að súpa seyðið af því og labba meira seinni part mánaðarins.  Þetta gengur bara vel að öllu jöfnu en ég bý ekki í Reykjavík.“

 

Leggur þú fyrir, og hvaða leiðir notar þú ef svo er  ?

- Auglýsing -

„Ég legg fyrir 5000 krónur á mánuði inn á sérstaka bók. Ef upphæðin væri hærri kæmi það niður á reikningum sem greiða þarf og sparnaðurinn færi út um þúfur.“

 

Telur þú álagningu verslana sanngjarna ?

„Álagning er stundum sanngjörn,  sérstaklega þegar um tilboð er að ræða.  Sumar vörur eru samt það dýrar að ég sneiði fram hjá þeim.“

 

Verðtryggð lán, óverðtryggð lán eða engin lán ?

„Ég er með óverðtryggð lán á mínu húsnæði.  Það voru miklar vangaveltur um það þegar þau voru tekin, en þetta varð mín niðurstaða.  Ég gæti ekki borgað af verðtryggðu láni ef verðbólgan tæki kipp upp á við.“

 

Umhverfisvernd, skiptir hún þig máli ?

„Umhverfisvernd skiptir miklu máli og reyni ég að flokka allt eins vel og ég get. Það er þó stundum sé það svolítið pirrandi, aðeins ein manneskja í heimili. “

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -