Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Neytandi vikunnar: Veiðir sér til matar, gerir slátur og tíu sortir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jódís Skúladóttir, lögfræðingur, verkefnastjóri hjá Austurbrú og sveitarstjórnarfulltrúi  í Múlaþingi er neytandi vikunnar að þessu sinni.

Jódís flutti fyrir nokkrum árum aftur heim í Fellabæ, hvar hún sleit barnsskónum, eftir að hafa búið í höfuðborginni um árabil. Þar býr Jódís nú ásamt þremur börnum sínum, tveimur kisum og einum naggrís. Elsti sonur hennar er uppkominn og býr í Reykjavík. Það er því í mörg hornin að líta. En þrátt fyrir miklar annir nostrar Jódís við heimilið og börnin og lætur sjaldan eftir sér einfaldar lausnir sem gjarnan einkenna nútímaheimili.

„Ég reyni að vera eins sjálfbær og ég get. Ég veiði á stöng og stunda skotveiðar í þeim eina tilgangi að veiða mér til matar. Ég er t.d. að fara ferma í vor og sótti því um hreindýraveiðileyfi fyrir árið í ár svo ég ætti nóg til af veislumat. Ég ber mikla virðingu fyrir náttúrunni og tek það fram að ég myndi aldrei skjóta fíl!“

Jódís lýsir sér sem ábyrgum neytanda. Hún vilji vita uppruna vörunnar og forðast mikið unnar vörur. Þá eru loftlagsmálin henni hugleikin og m.a. af þeim sökum velji hún staðbundnar afurðir eins og kostur er.

- Auglýsing -

„Ég baka mikið sjálf og reyni að kaupa bara þessar grunnvörur sem ég get ekki framleitt sjálf. Ég rækta grænmeti og kryddjurtir, sulta, geri kæfu, slátur og sviðasultu. Ég kaupi kjöt og fisk beint af býli. Börnin taka þátt í þessu öllu saman og við stundum í leiðinni mikla útivist saman.“

Svona var Jódís alin upp. Þetta hefur henni alltaf þótt sjálfsagt og nú er komið að henni að miðla áfram til sinna barna og þar er enginn afsláttur gefinn.

- Auglýsing -

„Við ákveðum alltaf matseðil vikunnar og verslum bara einu sinni í viku. Þetta hefur breytt lífi okkar að mörgu leyti. Við sóum mun minna af mat og fækkum ferðum til og frá búðinni. Þetta er bæði umhverfisvænna og sparar okkur hellings tíma.“

Börnin taka svo þátt í eldamennskunni, hvert þeirra á sinn dag í eldhúsinu og hjálpar til. „Þetta eru dýrmætar samverustundir. Elur með þeim sjálfbærnishugsun og ákveðna meðvitund. Mér finnst mikilvægt að halda í svona hefðir.“

Þá er Jódís mikið jólabarn og er að sjálfssögðu búin að öllu fyrir jólin. „Ég er búin með laufabrauðið og búin að baka 10 sortir.“

En hvað með fatnað?

„Ég hef vanist því að kaupa notaðan fatnað. Þannig var það í mínu uppeldi. Pokar gengu á milli, ég er líka yngst svo mér hefur þótt þetta mjög eðlilegt. Ég er ekki tilbúin að borga fyrir merkjaflíkur, sem kosta margfalt meira en raunverulegt virði. En þetta getur verið snúið í uppeldinu. Nú vill unglingsstrákurinn minn merkjavörur og hef bara sagt honum að kaupa þær á sinn eigin reikning. Þau ranghvolfa stundum augunum og botna ekkert í mér. En ég held þau séu samt voða ánægð með mig.“

En allir eiga nú sína veikleika, hvað finnst Jódísi erfiðast að neita sér um?

„Pepsi Max, þar er ég er veikust á svellinu!“

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -