Laugardagur 23. nóvember, 2024
-4.8 C
Reykjavik

Neytendastofa í hættu, vilja leggja hana niður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Neytendur standa nú frammi fyrir því að Neytendastofa verði lögð niður í sparnaðar og hagræðingarskyni. Stofnunin hefur starfað í hartnær 16 ár og mikil sérfræðiþekking hefur skapast á þeim tíma.

Lítil umfjöllun

Lítið hefur verið fjallað um málið svo Mannlíf ákvað að vekja athygli á því, vegna þess að þetta er afar neikvætt og hrein afturför í neytendamálum. Það getur verið gott að sameina, ef það hentar og er raunverulega til hagsbóta. Svo er þó alls ekki alltaf raunin og lítur út sem einungis sé verið að hugsa um að ríkissjóður sé að spara en neytendur að tapa.

Neytendastofa lögð niður

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið lagði fram drög að frumvarpi til laga þann 28. október 2020 sem fela í sér að Neytendastofa verði lögð niður. Málið er enn í vinnslu en verði frumvarpið samþykkt, munu stjórnsýsluverkefni á sviði vöruöryggismála, opinberrar markaðsgæslu og mælifræði færast yfir til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar en stjórnsýsluverkefni á sviði rafrænnar auðkenningar og traustþjónustu fara yfir til Póst- og fjarskiptastofnunar.

Sérfræðiþekking vanmetin

- Auglýsing -

Neytendastofa hefur starfað síðan 2005 og á þeim tíma hefur ötult starf verið unnið og mikil sérfræðiþekking skapast. Það er eitthvað sem ekki færist yfir á aðra stjórnsýlu verði Neytendastofa lögð niður.

Þetta er gert til þess að hagræða í sparnaðarskyni fyrir ríkissjóð. Það þarf ekki að skoða drögin lengi til þess að sjá að það er margt bogið við tillögurnar að lagabreytingunum. Illa er rökstutt í sumum tilfellum og engan veginn fullnægjandi rök fyrir því að málum sé betur skipað á þennan hátt, nema auðvitað það sem augljóst er, sparnaðurinn.

Ekki hagur neytenda

- Auglýsing -

Neytendasamtökin, Hagsmunasamtök heimilanna, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Neytendastofa hafa sent inn umsagnir sem fela allar í sér gagnrýni á drögin. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vekur athygli á því að nú þegar sinni sú stjórnsýsla svipuðum verkefnum. Gagnrýnin felur í sér furðu yfir því hvers vegna þau verkefni yrðu þá ekki færð til þeirra. Neytendasamtökin, Hagsmunasamtök heimilana og Neytendastofa benda meðal annars á að ekki sé ráðlegt að framkvæma þessar breytingar, þær séu alls ekki neytendum í hag og að fremur þyrfti að styrkja starfsemina í núverandi mynd.

Mannlíf hvetur alla neytendur til þess að kynna sér málið. Hægt er að lesa um málið inn á Samráðsgátt hér og inn á vef Alþingis hér

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -