Neytendastofa hefur birt færslu á Facebook þar sem varað er við armböndum frá írsku fatakeðjunni Primark. Ástæðan er sú að armöndin innihalda of mikið kadmín. „Kadmín getur reynst skaðlegt mönnum þar sem að það safnast upp í líkamanum og getur skemmt líffæri og er jafnframt talið krabbameinsvaldandi,“ segir í færslu Neytendastofu.
Í færslunni eru þeir sem kunna að eiga svona armbönd hvattir til að hætta að nota þau tafarlaust.
Við viljum vekja athygli á þessum armböndum frá Primark, sem verið er að innkalla. Of mikið kadmín (e. cadmium) er í…
Posted by Neytendastofa on Mánudagur, 3. febrúar 2020