Fimmtudagur 3. október, 2024
8.8 C
Reykjavik

Niðurlæging og afhroð Sjálfstæðisflokksins heldur áfram – Flokkurinn minni en Miðflokkurinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fylgishrun Sjálfstæðisflokksins heldur áfram ef litið er til nýrrar skoðanakönnunar Gallup. Flokkurinn er nú sá þriðji stærsti með einungis 14 prósenta fylgi. Samfylking er sem fyrr stærst með 26 prósent fylgi og hefur dalað. Hástökkvarinn í könnuninni er Miðflokkurinn sem mælist með 19 prósenta fylgi og hefur þannig lagt Sjálfstæðisflokkinn að baki sér.

Ríkisstjórnin mælist með minna fylgi en nokkur önnur ríkisstjórn frá upphafi mælinga fyrir 30 árum. Allir þrír stjórnarflokkarnir eru í miklum vanda. Vinstri-grænir mælast með 4 prósent fylgi og ná ekki inn manni á þing. Framsóknarflokkurinn stendur einnig á barmi fylgishruns með aðeisn 6 prósenta fylgi sem þýðir afhroð.
Viðreisn fengi 10 prósenta fylgi og Píratar um 8 prósent. Flokkur fólksins mælist með 7,5 prósent. Sósíalistaflokkurinn nær inn á þing með fimm prósent.

Gallup reiknaði út skiptingu þingsæta fyrir fréttastofu Ríkisútvarpsins. Samfylkingin fengi nítján þingsæti, fjórtán sætum meira en í kosningum. Miðflokkurinn fengi þrettán þingmenn. Hann hlaut þrjú þingsæti í síðustu kosningum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á þeim árum sem þeir Bjarni Benediktsson unnu saman. Nú er staðan sú að Sigmundur skákar Bjarna í fylgi eftir mikla eyðimerkurgöngu.

Ef niðurstöður nýjasta Þjóðarpúlsins gengju eftir myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá níu þingsæti og tapaði sjö þingsætum frá kosningum. Viðreisn fengi sex þingsæti, Píratar fimm og Flokkur fólksins og Framsóknarflokkurinn fjögur þingsæti hvor. Sósíalistar næðu þremur mönnum inn á þing.
Um 24 prósent landsmanna styðja ríkisstjórnina samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Þetta er versta útkoma ríkisstjórnar í sögu mælinga á Íslandu. Engin ríkisstjórn hefur notið stuðnings svo fárra í 30 ára sögu slíkra mælinga. Þegar ríkisstjórnin var mynduð síðla árs 2017 sögðust 74 prósent landsmanna styðja hana.Könnunin er gerð á þeim tímamótum að fullkomin óvissa er um það hvort stjórnin lifir til vors. Örvænting er ríkjandi innan allra flokkanna sem reyna ákaft að ná aftur vopnum sínum.

Gríðarleg ónægja er í rústum Vinstri-grænna og liggur fyrir landsfundi flokksins um helgina tillaga um stjórnarslit strax. Innan flokksins er almennt talið að flokkurinn hafi brugðist helstu stefnumálum sínum. Svandís Svavarsdóttir, frambjóðandi í formannskjöri, vill kosningar í vor.

Innan Sjálfstæðisflokksins er einnig megn óánægja með forystu Bjarna Benediktssonar sem hefur leitt flokkinn í þær ógöngur sem nú blasa við.
Könnunin var gerð 30. ágúst til 30. september 2024. Heildarúrtak var 11.138, valdir af handahófi úr Viðhorfahópi Gallup. 48,3% tóku þátt. Vikmörk á fylgi flokka eru 0,6-1,3%.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -