Fyrir helgi voru lesendur Mannlífs spurðir hvort þeim þætti krafa Eflingar um að greidd væru hærri laun til félagsmanna á höfðborgarsvæðinu sanngjörn. Meira en 1100 manns tóku þátt í könnuninni og leyndu viðbrögðin sér ekki.
Ríflega 80 prósent þátttakanda fannst krafa Eflingar ósanngjörn, á meðan einungis 17 prósent þátttakanda þótti hún sanngjörn. Rúmlega tvö prósent töldu sig ekki vita nægilega mikið til að móta sér afstöðu.
Líflegar umræður spruttu á samfélagsmiðlum við deilingu könnuninnar. Margir lesendur bentu á að aukinn kostnaður væri oft fylgifiskur þess að búa úti á landi og bar þar helst að nefna; dýrari matvöru sökum fárra lágvöruverslana, flutningsþjónusta, ferðakostnaður meðal annars þegar að sækja þyrfti læknisþjónustu til borgarinnar.
Mannlíf þakkar þeim sem tóku þátt.