Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-9.2 C
Reykjavik

Niðurstaða skoðunarkönnunar Mannlífs – Yfirgnæfandi meirihluta finnst krafa Eflingar ósanngjörn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrir helgi voru lesendur Mannlífs spurðir hvort þeim þætti krafa Eflingar um að greidd væru hærri laun til félagsmanna á höfðborgarsvæðinu sanngjörn. Meira en 1100 manns tóku þátt í könnuninni og leyndu viðbrögðin sér ekki.

Ríflega 80 prósent þátttakanda fannst krafa Eflingar ósanngjörn, á meðan einungis 17 prósent þátttakanda þótti hún sanngjörn. Rúmlega tvö prósent töldu sig ekki vita nægilega mikið til að móta sér afstöðu.

Líflegar umræður spruttu á samfélagsmiðlum við deilingu könnuninnar. Margir lesendur bentu á að aukinn kostnaður væri oft fylgifiskur þess að búa úti á landi og bar þar helst að nefna; dýrari matvöru sökum fárra lágvöruverslana, flutningsþjónusta, ferðakostnaður meðal annars þegar að sækja þyrfti læknisþjónustu til borgarinnar.

Mannlíf þakkar þeim sem tóku þátt.

Hvað þykir þér um kröfu Eflingar að greiða hærri laun til þeirra sem eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu?

Ósanngjarnt
80.67%
Sanngjarnt
16.75%
Veit ekki
2.58%

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -