Enginn greindist með kórónuveiruna hjá íslenska Eurovision-hópnum eftir sýnatöku í Rotterdam í gær. Hópurinn beið í um þrjátíu klukkustundir eftir niðurstöðumen allir fóru í skimun eftir að einn á meðal hópsins greindist jákvæður með Covid-19.
Frá þessu er greint á vef RÚV en segir þar að hópurinn er ekki laus allra mála og ekki er komið á hreint hvort Daði Freyr og Gagnamagnið nái að stíga á svið í Rotterdam á fimmtudag. Hópurinn þarf enn að klára að klára fimm daga sóttkví en búist er við að hægt verði að taka þátt í æfingu og dómararennsli á miðvikudag. Fari allt á versta veg er þó möguleiki að spila upptöku af atriðinu.