Föstudagur 15. nóvember, 2024
0.3 C
Reykjavik

Nína Tryggvadóttir – var talin kommúnisti og færð í einangrunarbúðir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nína Tryggvadóttir (1913 til 1968) var fyrst og fremst þekkt sem listmálari en hún samdi og myndskreytti einnig bækur fyrir börn. Hún fæddist 16. mars, 1913, á Seyðisfirði og naut á sínum yngri árum tilsagnar Ásgríms Jónssonar í teikningum. Meðfram námi við Kvennaskólann í Reykjavík stundaði hún jafnframt listnám í skóla Finns Jónssonar og Jóhanns Briem. Nína Tryggvadóttir þykir ein af merkustu listamönnum sem Ísland hefur alið og segir Una Dóra, dóttir hennar í viðtali við Morgunblaðið að verk móður hennar hafi ætíð vakið athygli hvar sem þau voru sýnd.

„Hún var mjög þekkt á Íslandi, algjör þjóðargersemi. Hún sýndi á Íslandi á hverju ári, allt þar til hún lést,“ segir dóttir hennar Una Dóra sem býr í New York.

Nína var með einkasýningar í New York

Á árunum 1943-46 dvaldi Nína í New York með styrk frá íslenska ríkinu.

„Hún var með fyrstu einkasýningu sína í New York árið 1945 á sama tíma og frægi listamaðurinn Pollock sýndi sín listaverk. Tveimur árum síðar var hún aftur með einkasýningu í sama listgallerí. Það þótti mjög merkilegt, því það var sjaldgæft að kvenlistamenn fengju að vera með einkasýningar á þessum árum. Hún seldi mjög vel á sýningunum sínum.“

eftir stríð var lítil gróska í listalífinu á Íslandi

Í New York stundaði Nína nám hjá þýskum listamanni að nafni Hans Hofmann, sem flúið hafði stríðið. Á meðan á námi hennar stóð hélt hún áfram að sýna við listagallerí og sömuleiðis að vinna að leikmynd við Macmillan leikhúsið við Columbia háskólann í New York, en það þótti mikill heiður.

Á árunum eftir stríð var lítil gróska í listalífinu á Íslandi. Árið 1947 ákvað Nína að taka þátt í róttækri sýningu er nefndist Septembersýningin. Hópur ungra listamanna hélt utan um þessa sýningu og Nína vann við að myndskreyta bækur.

- Auglýsing -

Árið 1948 var henni boðið að sýna aftur í listagalleríi í New York og tók hún því fegins hendi. Nokkrum mánuðum síðar giftist hún Alfred L. Copley, þýskum lækni sem flúið hafði til Bandaríkjanna árið 1935 og reyndi fyrir sér sem myndlistarmaður í New York.

„Rauða ógnina“

Nína sneri aftur til Íslands árið 1949 til þess að sækja eigur sínar en var þá meinað að ferðast aftur til Bandaríkjanna. Um þetta leyti var mikið fát í Bandaríkjunum í kringum „rauðu ógnina“ svokölluðu, sem bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Joseph McCarthy blés upp. Hræðslan stafaði af ógn við uppgang kommúnismans og var hún því kölluð „rauða ógnin.“

Nína var ásökuð um að vera kommúnisti og átti það eftir að draga dilk á eftir sér.

Lögreglan fór með hana í fangelsi á Ellis Island. Þarna dvaldi hún í nokkrar vikur og var svo send aftur heim til Íslands.

- Auglýsing -

„Einhver hafði klagað hana en það er ekki vitað fyrir víst hver það var. Við höfum reynt að grafast fyrir um það en okkur var sagt að þetta hefði verið útaf því að hana vantaði vegabréfsáritun.

Það gat hins vegar ekki staðist, því hún var gift manni sem hafði nú þegar fengið bandarískan ríkisborgararétt.

Lögreglan fór með hana í fangelsi á Ellis Island. Þarna dvaldi hún í nokkrar vikur og var svo send aftur heim til Íslands.

Þetta var hræðileg reynsla. Þegar pabbi fór að taka á móti henni á flugvellinum komu þeir bara og tóku hana og fóru með hana í fangelsið. Pabbi reyndi allt sem hann gat. Hann hafði samband við þingmenn og ráðherra en allt kom fyrir ekki. Þau misstu alveg af sjötta áratugnum í New York. Þau hefðu átt að vera þar. Á árunum 1949 til 1952 var pabbi í New York en mamma á Íslandi. Eina góða sem kom út úr þessu var að ég fékk að fæðast á Íslandi,“ segir Una Dóra, en hún fæddist í Reykjavík árið 1951.

Nína vildi ekki láta stöðva sig og hélt á nýjan leik aftur til Bandaríkjanna en var þá sett í einangrunarbúðir og því næst vísað úr landi.

Í kjölfarið neyddust Nína og Albert til þess að vera í fjarbúð á þessum tíma. Albert kom til Íslands á sumrin, en svo ákváðu þau að flytja til Parísar og síðar til London.

„Þessar aðstæður hafa ekki verið auðveldar fyrir ungt nýgift fólk,“ segir Una.

Hún fór alltof ung

Nína lést langt fyrir aldur fram, aðeins 55 ára gömul. Þá var Una Dóra dóttir hennar aðeins sautján ára gömul.

Una dóra lýsir móður sinni sem; „bæði fyndinni og skemmtilegri. Mamma var skilningsrík þegar ég var unglingur. Ég var með smá unglingaveiki síðasta árið sem hún lifði, því miður. Ég hafði auðvitað ekki hugmynd um að hún myndi deyja. Hún var með krabbamein í eggjastokkunum.

„Hún fór alltof ung. Hún átti eftir að gera svo margt. Hún hafði samt uppgötvað margt í lífinu, hluti sem við uppgötvum oft síðar í lífinu.“

Una sagði að; „Ísland hefði alltaf verið hjarta hennar og að hún hafi aldrei ákveðið að skipti um ríkisfang. Hún hélt nafninu sínu líka alla tíð, Tryggvadóttir. Hún var sjálfstæð og við töluðum alltaf saman á íslensku, það var málið sem við áttum saman og gátum talað í leyni.“

Nína myndskreytti fjölda bóka og orti ljóð og skrifaði barnabækur sem hún myndskreytti jafnan sjálf. Þá hefur verið haft eftir Unu Dóru að hún eigi nokkur handrit af óútgefnum barnasögum eftir Nínu og auk þess týndust um það bil tíu bækur hjá útgefanda hér á landi.“

Samningur um safn listmálarans Nínu Tryggvadóttur var  undirritaður í sumar á milli Reykjavíkurborgar og dóttur listakonunnar, Unu Dóru Copley. Borgarráð veitti borgarstjóra heimild til þess að ganga frá samningnum fyrir hönd borgarinnar.

Safn Nínu Tryggvadóttur verður fyrsta myndlistarsafn Reykjavíkurborgar kennt við og tileinkað íslenskri listakonu.

Heimild

Ásdís Ásgeirsdóttir. 2018. „Arfleifð Nínu heim.“ Morgunblaðið, 8. desember.

Reykjavíkurborg. 2021. 25. júní. Slóðin er: https://reykjavik.is/frettir/listasafn-ninu-tryggvadottur

Wikipedia

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -