Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Ninja óskar eftir aðstoð – Fjölskyldan ferðast til Boston vegna hjartaaðgerðar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ninja Ýr óskar eftir aðstoð á Facebook síðu sinni í gær.
Þar greinir hún frá því að systursonur hennar, Bjarki Fannar, þurfi að fara í hjartaaðgerð í Boston og þurfi fjölskyldan gistingu fyrir sjö manns.

Í innleggi Ninju segir :

,,NÚ REYNIR Á MÁTT INTERNETSINS OG TENGSLAMYNDUNAR!

Elsku hjartans hjartagullið mitt hann Bjarki Fannar er að fara í enn eina aðgerðina til Boston og elsku litlu systur og fjölskyldu bráðvantar gistingu fyrir 7 við Boston Children’s Hospital – 300 Longwood Ave. Boston, MA 02115!

Eitt og sér þá er það auðvitað stór mál að Bjarki sé að fara í enn eina hjartaaðgerðina og sé með þennan erfiða og sjaldgæfa hjartagalla sem hefur mikil áhrif á hann og hans líf. En núna vill svo óheppilega til að aðgerðin er í desember og gert er ráð fyrir því að hann þurfi að vera í 4-5 vikur. Það þýðir að elsku drengurinn þarf að vera þar yfir jólin. Þá er nú ekki annað í stöðunni en að öll fjölskyldan fari út enda á hann 4 aðra bræður frá 9 mánaða – 15 ára. Eftir að hafa haft samband við sjúkrahúsið og kannað gistimöguleika í grennd við sjúkrahúsið þá er það besta sem þau hafa fengið er sæmileg aðstaða fyrir 3,2 milljónir.

Ef þið mögulega vitið um eitthvað hagstæðara eða þekkið eitthvað til þá langar mig að biðja ykkur að finna það í hjörtum ykkar að kanna það fyrir okkur eða benda okkur á eitthvað’’.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -