Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Níu ára hjónaband á enda

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikarahjónin Channing Tatum og Jenna Dewan Tatum hafa ákveðið að fara hvor í sína áttina en þau tilkynntu um skilnað sinn á Instagram í gær.

„Það er svolítið sem við viljum deila. Það er skrýtið að þurfa að deila slíkum fréttum með öllum en það eru afleiðingar þess lífs sem við höfum ákveðið að lifa, sem við erum einnig mjög þakklát fyrir,” stendur í yfirlýsingunni frá Channing og Jennu.

„Við erum að lifa ótrúlega tíma en þetta eru líka tímar þar sem hægt er að afbaka sannleikann og mynda öðruvísi staðreyndir. Þannig að við viljum deila sannleikanum svo þið vitið að ef þið lesið hann ekki hér þá er hann örugglega uppspuni,” halda fyrrverandi hjónin áfram.

Channing og Jenna eiga dótturina Everly, fjögurra ára, saman og segjast ætla að halda áfram að ala hana upp saman, þrátt fyrir skilnaðinn.

„Við höfum ákveðið að skilja sem par. Við urðum mjög ástfangin fyrir mörgum árum síðan og höfum átt fallega vegferð saman. Akkúrat ekkert hefur breyst um þá ást sem við berum til hvors annars, en ást er fallegt ævintýri sem ætlar nú að færa okkur hvort í sína áttina. Það eru engin leyndarmál né ljótir atburðir á bak við ákvörðun okkar – bara tveir bestu vinir sem gerðu sér grein fyrir því að þeir þurfa fjarlægð frá hvorum öðrum og ætla að hjálpa hvorum öðrum að lifa lífinu á sem fallegastan og skemmtilegastan hátt. Við erum enn fjölskylda og verðum enn ástríkir foreldrar Everly. Við ætlum ekki að tala meira um skilnaðinn og við þökkum öllum fyrirfram fyrir að virða það og einkalíf fjölskyldu okkar,” skrifa þau.

Channing og Jenna kynntust við tökur á myndinni Step Up árið 2006. Stuttu seinna byrjuðu þau saman og giftu sig síðan árið 2009. Þau sáust síðast saman opinberlega á Nickelodeon Kids’ Choice-verðlaunahátíðinni þann 24. mars síðastliðinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -