Þriðjudagur 29. október, 2024
5.5 C
Reykjavik

Níu skólar lamaðir í morgun – Kennarar komnir í skæruverkfall með kröfu um milljón á mánuði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Verk­fall kenn­ara í níu skól­um hófst á miðnætti í nótt. Kenn­ar­ar í fjór­um skól­um til viðbótar munu leggja niður störf í nóv­em­ber ef samningar nást ekki fyrir þann tíma. Semjist ekki hefst verkfall í Menntaskólanum í Reykjavík 11. nóvember. Þann 25. nóvember verður verkfall í Árbæjarskóla í Reykjavík, Garðaskóla í Garðabæ og Heiðarskóla í Reykjanesbæ.

Ekki hefur komið fram formleg kröfugerð kennara en krafan er sú að laun þeirra verði í samræmi við þau kjör sem sérfræðingar hafa á almennum markaði. Samkvæmt því vilja kennarar fá milljón krónur í mánaðarlaun. Samninganefnd sveitarfélaganna hefur talið kröfuna óásættanlega. Sveitarfélögin benda á að taka verði tillit til annarra kjara kennara en launanna. Þá þykir ljóst að launahækkanir kennara muni leiða til höfungahlaups þar sem aðrar stéttir muni sækja á um svipaðar kjarabætur. Verfallsboðunin fór fyrir félagsdóm sem kvað upp úr um að boðunin væri lögleg.

Gagnrýnt hefur verið að um sé að ræða skæruverkföll sem bitna á litlum hópi nemenda. Þessi baráttutækni ræðst af því að dýrt yrði fyrir félög kennara að halda út allsherjarverkfalli. Þessi aðferð er hagstæð fyrir verkfallssjóð félaganna.

Verkföllin sem hófust á miðnætti eru sum tímabundin. Þá er talið mögulegt að skipt verði út skólum í verkfalli og átökin verði framlengd eins og þurfa þykir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -