Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Nöfnum hvíslað í leynihópi: „Þannig eru engar ásakanir í gangi eða neitt, bara nafni póstað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ein leið til þess að hvísla að mörgum í einu getur verið að búa til færslu hér í þessum hópi sem inniheldur ekkert nema nafn þess sem hvísla á um. Þannig eru engar ásakanir í gangi eða neitt, bara nafni póstað. Hvað segið þið um þetta baráttusystur?“

Þessi orð eru skrifuð af Birnu Eik Benediktsdóttur, frambjóðanda Sósíalistaflokksins í síðustu alþingiskosningum, í maí síðastliðnum í lokuðum hópi sem kallast Aktívismi gegn nauðgunarmenningu. Síðan þá hafa um 200 manns líkað við færsluna og 1.200 athugasemdir verið skrifaðar við hana og því ljóst að hvíslið er orðið ansi hávært.

„Mér finnst ég ótrúlega ein alltaf að hakka Gilz í mig“

Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir, meðlimur í Öfgum, skrifar nýlega hjálparbeiðni í hópnum þar sem hún kvartar yfir því að vera nokkuð ein í því að „hakka“ Egil „Gillz“ Einarsson í sig. Greinilegt er að Tanja er orðin langþreytt, en hún segir meðal annars með hástöfum „FUCK THIS SHIT“.

„Mér finnst ég ótrúlega ein alltaf að hakka Gilz í mig. Ég veit alveg að þið eruð að því líka og Öfgar td bakka mig 100% upp… en ég samt geðveikt ein. Hvar er fræga fólkið? Hvar er fólkið með völdin? Af hverju pikkar enginn þetta upp og heldur til streitu?

Þetta er alltaf bara ég eins og ein hæna að gagga út í loftið eins og fáviti. Ég er miður mín eftir að Gísli Marteinn hleypti Steinunni Ólínu í vikuna að fokking auglýsa þessa helvítis mynd. Hann sagði m.a. „já, ég hlakka til að sjá hana“ FUCK THIS SHIT hvað ég er þreytt.

- Auglýsing -

Við erum að tala um tvær kærðar nauðganir OG fullt af öðru ógeði sem hefur mótað unglingsstráka í gegnum árin og ýtt undir kvenfyrirlitningu hjá þeim.“

Fjölmargir meðlimir hópsins hafa líkað við færsluna og hátt á sjötta tug athugasemda verið ritaðar við hana. Margt er líkt með færslu Tönju og Öfgasystur hennar, Ólafar Töru, þar sem hún sagðist ætla að sniðganga fyrirtæki og óskaði eftir fleiri fyrirtækjum á bannlistann.

- Auglýsing -

Með þessum orðum fordæmir Tanja kvikmyndina Leynilöggu og um leið þann gríðarlega fjölda fólks sem að henni stóð.

Sjá meira hér:  Ólöf refsar foreldrum Kolbeins: „Ég vel hvaða staði ég kýs að versla ekki við“

Sjá má alla fréttina í nýjasta vefblaði Mannlífs:

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -