Föstudagur 17. janúar, 2025
-2.3 C
Reykjavik

Nói-Síríus ekki lengur alíslenskt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Orkla ASA hefur keypt 20% hlut í Nóa-Síríus ehf. Í tilkynningu Orkla segir að Nói-Síríus sé leiðandi í salgætisframleiðslu á Íslandi og eigi fjölda vel þekktra vörumerkja. Nóa Konfekt, Nóa Kropp, Nóa Páskaegg og Konsum eru nefnd sem dæmi. Þá kemur fram að 70% tekna Nóa-Síríus komi frá sölu á innanlandsmarkaði.

Orkla er stórt matvælafyrirtæki og skráð á hlutabréfamarkað í Noregi. Fyrirtækið er með starfsemi á Norðurlöndunum, Eystrasaltslöndunum og Mið-Evrópu sem og Indlandi. Stafsemi Orkla teigir sig frá smásölu til matvælaframleiðslu, lyfjasölu og bakarí og brauðgerða. Velta þess í fyrra var í kringum 600 milljarðar íslenskra króna og eru starfsmenn þess rúmlega 18 þúsund. Nói Síríus er töluvert minna fyrirtæki. Með um 150 starfsmenn og veltu upp á 3,5 milljarða.

Samkvæmt samkomulagi um kaupin verður kaupverð ekki gefið upp. Þá hefur Orkla heimild til að kaupa upp allt hlutafé eftir 2020.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -