Jarðskjálfti fannst vel á suðvesturhorninu rétt eftir klukkan tíu í kvöld og fannst hann meðal annars vel í Reykjavík og nágrenni og alla leið í Reykjannesbæ.
Veðurstofu Íslands tilkynnti að skjálftinn hefði verð 3,2 af stærð og staðsettur um 0,7 kílómetrum suðsuðvestur af Keili.
Nokkuð hefur verið um skjálftavirkni á Reykjanesinu sem og á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga, meira þó fyrir sunnan Reykjavík; klukkan 13:54 í dag mældist skjálfti af stærð 3,5 og annar 3,7 af stærð klukkan 01:52 í nótt.
Staðan er þannig að alls hafa sex skjálftar af stærð 3,0 og stærri mælst síðan skjálftahrina hófst suðvestur af Keili þann 27. september, og sér engan veginn fyrir endann á hrinunni.