Í dagbók lögreglu um verkefni gærkvöldsins og næturinnar kemur fram að lögregla hafi þurft að stoppa nokkra ökumenn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir í miðbænum í kringum miðnætti í gær vegna gruns um akstur undir áhrifum og annar ökumaður var stöðvaður í Hlíðunum vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá hafði fíkniefni í fórum sér. Tveir voru stöðvaðir í Árbæ af sömu ástæðu.
Laust fyrir miðnætti var einn ökumaður stöðvaður í Kópavogi vegna gruns um akstur undir áhrifum. Þá er sá ökumaður grunaður um vörslu fíkniefna er fram kemur í dagbók lögreglu.
Lögregla stöðvaði einnig ökumann í Grafarholti klukkan 02:35 vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, sá reyndist sviptur ökuréttindum,
Lögreglu bárust þá nokkrar tilkynningar í nótt um innbrot, bæði í miðbænum og í Laugardal.