Þriðjudagur 26. nóvember, 2024
-3.7 C
Reykjavik

Nokkur góð sparnaðarráð fyrir heimilið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þó svo að Orka náttúrunnar (ON) selji orku þá hvetur félagið fólk til að nýta betur og nota minna. Enda er það umhverfinu í hag, ekki síður en veski neytandans. Á vef ON er að finna nokkur stórgóð sparnaðarráð og verður hér stiklað á stóru.

Þurrkarinn og þvottavélin

Á stórum heimilum er jafnan mikið þvegið. Og þurrkað! Þurrkarinn getur verið býsna orkufrekur og vert er að leiða hugann að því hvernig nýta má orkuna sem best. Það er nefnilega svo að setji maður 8 sinnum í viku í þurrkarann þá kostar það rúmlega 10.000 krónur á ári.

Þegar þvegið er við 60°C í stað 90°C minnkar rafmagnsnotkun um helming.

Það er sniðugt að setja þrjú vel þurr handklæði með blautum þvotti inn í þurrkarann. Þannig tekur mun styttri tíma að þurrka auk þess sem handklæðin verða mjúk.

Það er gott ráð að fullþurrka ekki þvottinn heldur setja hann í þurrkarann í 10 mínútur og hengja síðan á þvottagrind. Þannig verður þvotturinn eins og nýstraujaður þegar hann er orðinn þurr.

- Auglýsing -

Eldhúsið 

Þegar eldað er með lokið á pottinum sparast mikið rafmagn. Svo er gott ráð að slökkva á eldavélum nokkrum mínútum áður en maturinn er tilbúinn, sérstaklega ef notast er við hefðbundið helluborð.

Með því að þrífa þéttilistann á ísskápnum reglulega helst kuldinn betur inni og það sparar rafmagn.

- Auglýsing -

Rafmagnstæki

Ný rafmagnstæki, sérstaklega þau sem merkt eru A+++, eru hönnuð þannig að þau þurfa mun minna afl en áður þekktist. Eldri tæki rýrna í gæðum með tímanum og nýta stundum orkuna verr en í upphafi. Því er oft mælt með að skipta út rafmagnstækjum sem orðin eru 10 ára og eldri.

H​leðslutæki fyrir fartölvur, farsíma og spjaldtölvur nota rafmagn þó tækin séu fullhlaðin. Gott er að taka hleðslutækin alveg úr sambandi ef þeirra er ekki þörf. Þannig má spara talsvert rafmagn.

Það er mikilvægt að taka farsímana úr sambandi að lokinni hleðslu. Bæði sparar það rafmagnsnotkun og eykur líftíma batterísins en hleðslan endist lengur ef síminn helst hlaðinn í milli 40-80%.

Fleiri mola og fræðslumyndbönd má finna á vef ON.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -