- Auglýsing -
Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að mjög mikikið hafi verið að gera á næturvaktinni og voru rúmlega hundrað mál skráð hjá lögreglu frá klukkan 17:00-05:00. Málin voru af ýmsu tagi og oftar en ekki þar sem fólk var undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna.
Nokkur heimilisofbeldismál komu inn á borð lögreglu, einnig líkamsárásir, hávaðakvartanir, aðstoð við borgarana vegna ástands, slys og óhöpp. Níu ökumenn voru teknir fyrir ölvunar og/eða fíkniefnaakstur.
Tíu manns voru vistaðir í fangaklefum í nótt.