Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.9 C
Reykjavik

Nokkur orð um öfgafemínisma

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

SÍÐAST EN EKKI SÍST

Höfundur / Steinunn Stefánsdóttir

Steinunn Stefánsdóttir.

Femínismi gengur í fáum orðum út á að tækifæri fólks í lífinu ráðist ekki af kyni. Femínistar eru þau sem aðhyllast þessa stefnu. Einu sinni töluðum við um kvenréttindi og jafnrétti kynja, og það gerum við svo sem enn, en seinni árin hefur ríkt eining meðal femínista um að nota þessi orð: femínismi um stefnuna og femínisti um þau sem aðhyllast hana.

Meðan hugtökin femínismi og femínisti voru að síast inn voru þau iðulega notuð sem skammaryrði en eftir því sem þau náðu meiri útbreiðslu og sátt varð um notkun þeirra varð máttlausara að reyna að festa skömm við þessi hugtök. Og þá urðu til hugtökin öfgafemínismi og öfgafemínisti.

Og hvað er það? Hvernig birtast þessar öfgar? Það má segja að femínismi sé róttæk stefna. Í honum felst vilji til þess að breyta samfélaginu á róttækan hátt. En eru það öfgar? Eru öfgar að berjast fyrir því að allt fólk eigi sama rétt og sömu möguleika í lífinu óháð kyni. Eru öfgar að berjast fyrir því að fólk fái sömu laun fyrir sömu vinnu óháð kyni?

Eru öfgar að berjast fyrir að því að störf sem samkvæmt hefð hafa að mestu verið skipuð konum séu metin til launa sem svarar störfum sem krefjast sambærilegrar menntunar en eru frekar skipuð körlum (og athugið að hér er meðal annars átt við störf í heilbrigðis- og uppeldisgeiranum, gríðarleg ábyrgðarstörf)? Eru öfgar að berjast gegn því að fólk (og hér eru líkurnar margfaldar hjá konum miðað við karla) verði fyrir kynferðislegu áreiti og ofbeldi?

Og eru öfgar að berjast gegn því að heimilið sé hættulegasti staðurinn fyrir konur eins og ítrekað hefur verið sýnt fram á með tölum. Tæplega 60% kvenna sem drepin eru í heiminum eru drepin af maka kvennanna eða fjölskyldumeðlim samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna.

- Auglýsing -

Því er oft haldið fram að í femínisma felist að konur vilji taka völd. Það er bæði rétt og ekki rétt. Femínistar vilja að valdastólar vítt og breitt og í öllum lögum samfélagsins séu skipaðir konum til jafns við karla og þar sem slíkir stólar hafa verið skipaðir fleiri körlum en konum fram til þessa þá felst auðvitað í því að einhverjum körlum sem í óbreyttum heimi hefðu hlotnast völd munu verða af þeim. Í þessu samhengi er samt mikilvægt að hafa í huga að konur og karlar eru ekki tvö lið sem berjast hvort gegn öðru því öll erum við bara fólk, fólk sem hlýtur að eiga sama rétt og sömu möguleika, óháð kyni. Það eru nú allar öfgarnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -