Í dagbók lögreglu er þetta að finna:
Farið inn í íbúð í hverfi 105 og verðmætum stolið. Innbrot í heimahús í hverfi 101, ekki liggur fyrir hverju var stolið þegar fréttatilkynning var skrifuð.
Aðili var handtekinn í hverfi 105 eftir að hafa valdið eignarspjöllum, maðurinn var einnig með fíkniefni á sér við handtöku. Málið afgreitt með vettvangsskýrslu.
Aðili handtekinn í hverfi 101 þar sem hann var að selja fíkniefni.
Brotist var inn í bifreiðar í hverfi 200.
Aðili var handtekinn í hverfi 109; grunaður er um líkamsárás, aðilinn notaði eggvopn við árásina. Árásaþoli slasaðist ekki alvarlega og fékk aðhlynningu sjúkraliðs.