Laugardagur 23. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

KÖNNUN – Ekki á dagskrá Bónus að bjóða afslátt gegn sjálfsafgreiðslu – Aðrar búðir ekki svarað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Notkun sjálfsafgreiðslukassa er orðin mjög algeng. Í verslunum Haga er notkunarhlutfallið orðið hátt í 80 prósent og hjá Krónunni um það bil 70 prósent. Verslanir Samkaupa eru með eilítið lægra notkunarhlutfall eða um 50 prósent. Forstjóri Haga segir að raðir heyri sögunni til og verslunarferðir séu orðnar miklu einfaldari. Morgunblaðið greindi frá þessu í gær.

Afsláttur

Hvað þýðir þetta fyrir viðskiptavini þessarra verslana ? Það er orðið einfaldara að versla, minna um biðraðir og þeir geta stokkið í hlutverk starfsmanns og afgreitt sig sjálfir. Gott og blessað að það er minna um raðir og allt er orðið svo einfalt. En hvað varð um það að launa viðskiptavinunum fyrir að afgreiða sig sjálfir með því að bjóða upp á afslátt, sé sú leið valin? Aldrei er heldur talað um hve margir hafa misst atvinnu sína við þessar breytingar. Þó verður að taka fram að töluverður munur er á því hvort verslanir bjóða bæði starfsmann á kassa og sjálfsafgreiðslu því þá vissulega hefur viðskiptavinurinn val. Nokkrar verslanir Krónunnar bjóða eingöngu upp á sjálfsafgreiðslu og þar ætti að vera sjálfsagt að veita viðskiptavinum afslátt, því þar er ekkert val í boði.

Búnaðurinn verið í notkun í 14 ár

Krónan hefur boðið upp á sjálfsafgreiðslukassa í 14 ár eða síðan 2007, fyrsti Sjálfsafgreiðslukassinn var  í Krónunni Bíldshöfða. Nýjusta kerfið, eða það sem er í notkun í dag, var sett upp í verslun Krónunnar í Nóatúni 2018 eða fyrir um þremur árum.  Fyrstu sjálfsafgreiðslukassar Haga voru teknir í notkun 2018 í Bónus Smáratorgi.

Vöruverð hækkar en þjónustan minnkar

- Auglýsing -

Það hafa verið uppi mjög háværar raddir um að fólk kjósi alls ekki að nota sjálfsafgreiðsluna og fari fremur á kassa til starfsfólks til þess að sporna við því að fólk missi atvinnu sína. Enn háværari raddir hafa sagt að það sé fásinna að viðskiptavinir sem afgreiða sig sjálfir eigi auðvitað að fá afslátt. Sannleikurinn er sá að vöruverð hækkar og hækkar meðan og þjónustan minnkar og minnkar. Þetta er þegar öllu er á botninn hvolft enn ein gróðaleiðin fyrir verslanirnar, sett í dulbúning sem eitthvað rosalega gott fyrir viðskiptavinina. Breytingar sem fela í sér minni raðir og einfaldanir eru auðvitað af hinu góða, en það þarf að veita viðskiptavininum umbun fyrir að taka þátt í þessum breytingum með því að vinna fyrir verslanirnar á meðan afgreiðslu stendur.

Einn starfsmaður

Fjöldi fólks hefur eðlilega misst vinnuna vegna þessarra breytinga og því alltaf teflt fram að nú einn starfsmaður á svæðinu til þess að aðstoða. Gott og vel, það er einn starfsmaður á svæðinu en hve margir hafa misst störf sín ? Því er heldur ekki til að dreifa að stjórnendur verslanana hafi hugsað um það að bæta þjónustuna inni í verslununum í ljósi þess að ekki er þörf fyrir eins marga kassastarfsmenn og áður. Því fer fjærri. Þetta snýst um að spara í rekstri verslananna sem færir þeim meiri gróða.

- Auglýsing -

Tveggja prósenta afsláttur

Samkaup hefur nýverið tekið upp kerfi sem þeir sjálfir kalla byltingu. Þar er hægt að fá tvö prósent afslátt sem viðskiptavinur getur safnað upp og eytt svo í verslun þeirra. Auðvitað er gott að einhver sýni lit hvað varðar það að gefa afslátt en þessi afsláttur er hvorki fugl né fiskur og viðskiptavinurinn neyðist ofan í kaupið til þess að eyða því sem sparast hjá fyrirtækinu sjálfu.

 Svar Haga/Bónus

Guðmundur Marteinsson framkvæmdarstjóri Haga svaraði spurningu Mannlífs varðandi það hvort væri á stefnuskránni að veita viðskiptavinum Bónus afslátt á sjálfsafgreiðslukössunum. Guðmundur sagði að það væri ekkert slíkt á dagskrá. Hann sagði að Bónus liti á þetta sem valkost fyrir viðskiptavini sína. Í 26 búðum eru bæði beltakassar og sjálfsafgreiðslukassar og í fimm verslunum eingöngu beltakassar. Bónus er því ekki með neina verslun sem eingöngu bíður upp á sjálfsafgreiðslu. Hlutföllin á notkun beltakassa og sjálfsafgreiðslukassa eru 40/60 en á heildina litið 50/50. Enn fremur sagði Guðmundur að engin breyting hefði orðið á fjölda stöðugilda og það hefði engum verið sagt upp í tengslum við þetta og yrði ekki. Að lokum sagði Guðmundur að fá stöðugildi væru í Bónus og verkefnin næg.

Mannlíf sendi fyrirspurnir á allar verslanir sem fjallað er um hér, varðandi það hvort fyrirhugað sé að veita viðskiptavinunum afslátt á sjálfsafgreiðslukössunum. Enn er beðið svara frá Krónunni og Samkaup en málinu verður fylgt eftir þegar svör þeirra berast.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -