Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

„Notre-Drame“ – Logandi dómkirkjan prýðir forsíður franskra blaða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dómkirkjan Notre-Dame, eitt af kennileitum Parísarborgar, varð fyrir talsverðum skemmdum eftir brunann sem heltók bygginguna í gærkvöldi.

Prýðir dómkirkjan nú forsíður helstu morgunblaða og vekja mörg þeirra sterk viðbrögð með tilfinningaþrungnum titlum á borð við „Le désastre“ og „La désolation“ sem þýða má sem hamfarir og harmur. Le Parisien birti mynd af logandi turninum með fyrirsögninni „Notre-Dame des Larmes“ eða „Frúarkirkjan í tárum“.

Le Parisien.

Fréttablaðið Libération leikur sér að franska orðinu „Drame“ sem einfaldlega þýðir drama eða sorgarleikur og er keimlíkt orðinu „Dame“ eða dama sem er hluti af nafni dómkirkjunnar. Fyrirsögnin hljóðaði svo; „Notre Drame“ sem má bæði lesa sem „Frúin okkar“ eða „Sorgin okkar“.

Libération.

Fyrirsögn Rómversk-kaþólska fréttablaðsins La Croix lýsir sorgarástandi borgarinnar ágætlega en lýsa þeir ástandinu sem „Le coeur en cendres“ sem þýðir „Hjartað í ösku“.

La Croix.

Eitt elsta fréttablað landsins Le Figaro valdi fyrirsögnina „Notre-Dame de Paris – Le désastre“ eða „Frúarkirkja Parísar – Hamfarirnar“. Fréttakona hjá blaðinu, Camille Lecuit, deildi forsíðunni á Twitter með tilvitnun úr skáldsögunni „Hringjarinn í Notre-Dame“.

Le Figaro.

Uppbygging á Notre-Dame hófst árið 1160 og stóð yfir um 100 ár. Á tíma frönsku byltingarinnar varð dómkirkjan fyrir talsverðum skemmdum en endurbætur fóru ekki fram fyrr en á árunum 1844-1864. Skáldsaga Victors Hugo „Hringjarinn í Notre-Dame” var gefin út árið 1831 og tókst að endurvekja áhuga borgarbúa á dómkirkjunni sögufrægu. Varð skáldsagan þannig kveikurinn að framkvæmdunum.

Notre-Dame, sem var reist í gotneskum stíl, tekur á móti um 13 milljónum ferðamanna ár hvert.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Íslendingar í París í áfalli vegna Notre Dame: „Þetta er hryllingur!”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -